Ódýr stig Skagamanna í Árbænum

Andri Þór Jónsson úr Fylki með boltann í leiknum í …
Andri Þór Jónsson úr Fylki með boltann í leiknum í kvöld en Jón Vilhelm Ákason úr ÍA sækir að honum. mbl.is/Ómar

Skagamenn náðu að herja út þrjú stig gegn Fylki í Árbænum í kvöld þegar tíðindalitlum leik í Pepsi-deild karla lauk með 0:1 sigri gestanna af Skipaskaga.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik dró til tíðinda á 66. mínútu þegar Árni Snær Ólafsson, sem tók stöðu Páls Gísla Jónssonar markvarðar á 53. mínútu, varði glæsilega skot Tómasar Þorsteinssonar en í framhaldi fékk Árni Freyr Guðnason víti.  Ingimundur Níels Óskarsson tók vítið en Árni Snær varði vel út við stöng.   Skagamenn fengu eitt færi eftir hlé þegar Ólafur Valur Valdimarsson, sem kom inná fyrir þrettán mínútum fyrr inná, skallaði yfir Bjarna Þórð í marki Fylkis og skoraði sigurmarkið.

Skagamenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína og tróna efstir í efstu deild en Fylkisliðið er með stigin sín tvö eftir jafnmörg jafntefli.

Fylkir og ÍA mætast í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Fylkisvelli klukkan 19.15. Fylgst er með  gangi mála hér á mbl.is.

Fylkir:  Bjarni Þ. Halldórsson, Kristján Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Ingimundur N. Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Magnús Þ. Matthíasson, Tómas Þorsteinsson, David Elebert, Andri Þór Jónsson.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Árni Freyr Guðnason, Ásgeir Örn Arnþórsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Ásgeir Eyþórsson, Hjörtur Hermannsson,
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson.

ÍA:  Páll Gísli Jónsson, Aron Ýmir Pétursson, Kári Ársælsson, Ármann Smári Björnsson, Gary Martin, Jóhannes Karl Guðjónsson, Garðar B. Gunnlaugsson,  Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson, Mark Doninger, Einar Logi Einarsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson, Ólafur V. Valdimarsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Andri Adolphsson, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin, Andri Geir Alexandersson.
Þjálfari:  Þórður Þórðarson.

Fylkir 0:1 ÍA opna loka
90. mín. Leik lokið +3.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert