FH vann Fram með minnsta mun

Almarr Ormarsson og Atli Guðnason eigast við í leiknum í …
Almarr Ormarsson og Atli Guðnason eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

FH-ingar unnu 1:0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld með marki Hólmars Arnar Rúnarssonar tveimur mínútum fyrir leikslok. Allt stefndu í markalaust jafntefli og hefðu það í raun verið sanngjörn úrslit þegar hann skoraði í opið markið af stuttu færi, fylgdi eftir skoti Atla Viðars Björnssonar. Ótrúlega svekkjandi fyrir Fram sem lék vel í leiknum.

FH er þá komið á toppinn með 26 stig en KR getur endurheimt efsta sætið síðar í kvöld. Fram er sem fyrr í 10. sætinu með 12 stig.

Viðtöl við þjálfara og leikmenn má finna á mbl.is síðar í kvöld.

Hér má fylgjast með öllum lýsingum kvöldsins á einum stað.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson - Kristján Hauksson (F), Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Steven Lennon, Almarr Ormarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Samuel Hewson, Alan Lowing, Sveinbjörn Jónasson.
Varamenn: Kristinn Ingi Halldórsson, Daði Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson, Denis Cardaklija (M)

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (F) - Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Danny Justin Thomas, Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Bjarki Guðmundsson, Albert Brynjar Ingason, Jón Ragnar Jónsson, Hólmar Örn Rúnarsson.
Varamenn: Atli Viðar Björnsson, Einar Karl Ingvarsson, Kristján Flóki Finnbogason, Róbert Örn Óskarsson (M), Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Bjarki Már Benediktsson, Viktor Örn Guðmundsson.

Leikskýrslan

Hér má svo sjá umfjöllun mbl.is um fyrri leik liðanna í deildinni.

Fram 0:1 FH opna loka
90. mín. Samuel Tillen (Fram) fær gult spjald +1 Leikbrot. Pirringur kominn í leikmenn Fram, eðlilega.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert