Hafþór tryggði Grindavík stig

Sjö mörk voru skoruð í fyrri leik Fram og Grindavíkur …
Sjö mörk voru skoruð í fyrri leik Fram og Grindavíkur í vor. mbl.is/Ómar

Grindavík og Fram skildu jöfn, 2:2, í botnslag í 14. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Grindavíkurvelli í kvöld. Hafþór Ægir Vilhjálmsson jafnaði metin fyrir Grindavík á 87. mínútu og sá til þess að liðið ætti enn von í botnbaráttunni en Framarar hefðu með sigri komist níu stigum frá Grindvíkingum.

Fram er nú með 13 stig, Selfoss 8 og Grindavík 7 í þremur neðstu sætunum.

Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram tvívegis yfir í kvöld, á 27. og 73. mínútu, en skoski miðjumaðurinn Iain Williamson skoraði fyrra jöfnunarmark Grindvíkinga á 59. mínútu.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Matthías Örn Friðriksson, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Ray A. Jónsson, Iain Williamson, Marko V. Stefánsson, Alexander Magnússon, Scott Ramsay, Magnús Björgvinsson, Tomi Ameobi.
Varamenn: Loic M. Ondo, Pape Mamadou Faye, Alex Freyr Hilmarsson, Ægir Þorsteinsson (m), Björn Berg Bryde, Daníel Leó Grétarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson - Almarr Ormarsson, Alan Lowing, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Tillen - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Samuel Hewson, Kristinn Ingi Halldórsson, Sveinbjörn Jónasson. 
Varamenn: Daði Guðmundsson, Andri Freyr Sveinsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri  Gunnarsson, Gunnar O. Birgisson, Stefán B. Jóhannesson, Denis Cardaklija (m).

Grindavík 2:2 Fram opna loka
90. mín. Tomi Ameobi (Grindavík) á skot framhjá FÆRI: Tomi Ameobi fór illa með fínt færi. Boltinn inn í teig og Tomi á auðum sjó en hann setti of mikinn kraft í skotið sem fór hátt yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert