Jafntefli hjá KR og Fram

Almar Ormarsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson í baráttu á KR-vellinum …
Almar Ormarsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson í baráttu á KR-vellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn

 Íslands- og bikarmeistarar KR og Fram skildu jöfn, 1:1, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á KR-vellinum í kvöld. KR er því fjórum stigum á eftir FH og hefur auk þess leikið einum leik meira. FH er með 35 stig eftir 16 leiki en KR er í öðru sæti með 31 stig eftir 17 leiki.

Fram fékk dýrmætt stig í fallbaráttunni og er þar með 17 stig, á undan Selfyssingum sem eru með 15 og Grindvíkingum sem eru neðstir með 10 stig.

Kristinn Ingi Halldórsson skoraði fyrir Fram á 35. mínútu en Kjartan Henry Finnbogason jafnaði úr vítaspyrnu fyrir KR á 85. mínútu.

BÁÐIR LEIKIR KVÖLDSINS Á SAMA STAÐ.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson; Haukur Heiðar Hauksson, Aron Bjarki Jósepsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson; Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson; Emil Atlason, Gary Martin, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Magnús Már Lúðvíksson, Atli Sigurjónsson, Björn Jónsson.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson; Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Hlynur Atli Magnússon, Alan Lowing; Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Halldór Hermann Jónsson, Sam Hewson; Almarr Ormarsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Sam Tillen.
Varamenn: Denis Cardaklija, Jón Gunnar Eysteinsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Sveinbjörn Jónasson, Gunnar Oddgeir Björnsson, Stefán Birgir Jóhannesson. 

KR 1:1 Fram opna loka
90. mín. KR fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert