Framarar léku Fylkismenn grátt

Fylkismennirnir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Andri Þór Jónsson og Framarinn …
Fylkismennirnir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Andri Þór Jónsson og Framarinn Kristinn Ingi Halldórsson. mbl.is/Árni Sæberg

Framarar lyftu sér upp úr fallsæti og það örugglega en þeir lögu andlausa Fylkismenn, 4:0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Kristján Ingi Halldórsson skoraði tvö fyrstu mörk Framara og þeir Almarr Ormarsson og Samuel Tillen skoruðu sitt markið hvor.

Fylkismenn léku manni færri frá 49. mínútu þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson var sendur af velli eftir viðskipti við Almarr Ormarsson.

Framarar eru 10. sætinu me 20 stig, Selfyssingar hafa 18 stig en Grindvíkingar sitja sem fyrr á botnum með aðeins 10 stig. Fylkismenn eru með 23 stig í 9. sæti deildarinnar.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson, Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Hlynur Atli Magnússon, Alan Lowing, Almarr Ormarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Halldór Hermann Jónsson, Samuel Hewson, Samuel Tillen, Kristján Ingi Halldórssonm.
Varmenn: Dennis Cardaclija, Jón Gunnar Eysteinsson, Hólmbert Ari Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Sveinbjörn Jónasson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.

Lið Fylkis: Bjarni Þórður Halldórsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, David Elebert, Ásgeir Eyþórsson, Elís Rafn Björnsson, Finnur Ólafsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Magnús Þórir Matthíasson, Ingimundur Níels Óskarsson, Árni Freyr Guðnason, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Þórir Hannesson, Sigurvin Ólafsson, Styrmir Erlendsson, Emil Ásmundsson, Atli Már Þorbergsson, Egill Trausti Ómasson.

Fram 4:0 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið 90+4 Öruggur sigur Framara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert