Atli: Fínt að fá úrslitaleik

Atli Jóhannsson og Halldór Orri Björnsson fagna marki.
Atli Jóhannsson og Halldór Orri Björnsson fagna marki. mbl.is/Ómar

Atli Jóhannsson, miðjumaðurinn sterki hjá Stjörnunni, brosti út að eyrum þegar mbl.is spjallaði við hann eftir sigurinn gegn Selfyssingum í Pepsi-deildinni í dag.

„Það ræðst í lokaumferðinni hvort við komust í Evrópukeppnina eða ekki og það er bara fínt að fá svona úrslitaleik í lokin. Það heldur manni á tánum,“ sagði Atli en Stjarnan og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti í lokaumferðinni sem leikin verður næsta laugardag.

„Mér fannst við betra liðið mestallan leikinn. Selfyssingarnir voru hins mjög sprækir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg en við gáfum í og náðum að gera út um leikinn í seinni hálfleik.

Ég held að við getum gengið sáttir frá tímabilinu ef okkur tekst að ná Evrópusætinu en það er hins vegar skelfilegt til þess að vita að við höfum gert 10 jafntefli. Ef við ætlum að berjast um titilinn verðum við að bæta úr þessu. Ég teldi það mjög gott að ná Evrópusæti þrátt fyrir að gera 10 jafntefli,“ sagði Atli, sem átti góðan leik með Garðbæingum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert