Eyþór Helgi semur við Ólafsvíkinga

Eyþór Helgi Birgisson fagnar marki fyrir ÍBV.
Eyþór Helgi Birgisson fagnar marki fyrir ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Víkingar úr Ólafsvík eru strax byrjaðir að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar en þar leika þeir í fyrsta skipti í sögu félagsins á næstu leiktíð.

Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson sem rekinn var frá ÍBV fyrr í sumar fyrir brot á agareglum hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið, að því er kemur fram á vefsíðunni 433.is.

Eyþór er fæddur árið 1989 og á að baki leiki í efstu og næstefstu deild fyrir HK og ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert