Helgi aðstoðarþjálfari Fram

Helgi Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Helgi Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs Fram og verður þar með Þorvaldi Örlygssyni, aðalþjálfara, til halds og trausts á næstu leiktíð.

Helgi verður hluti af þriggja manna þjálfarateymi Fram sem stýrir meistara- og 2. flokki félagsins.

Einnig var gengið frá ráðningu Jóhanns Inga Jóhannssonar sem þjálfara 2. flokks karla.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari meistaraflokks karla verður yfir þjálfarateyminu en ásamt honum og Helga mun Jóhann Ingi þjálfari 2. flokks vera hluti af þjálfarateyminu. Þessir þrír þjálfarar munu hafa umsjón og samstarf í kringum þjálfunina á flokkunum. Markmiðið með þessum breytingum er að auka enn frekar samstarf meistara- og 2. flokks karla, segir í tilkynningu frá Fram.

Helgi hefur síðustu árin leikið með Víkingi og Val en hann var árum saman leikmaður Fram en var einnig atvinnumaður í knattspyrnu í Evrópu um nokkurra ára skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert