Fjalar til liðs við Val

Fjalar Þorgeirsson í leik með KR-ingum.
Fjalar Þorgeirsson í leik með KR-ingum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson er genginn til liðs við Val og semur hann við Hlíðarendaliðið til þriggja ára.

Fjalar kemur til Vals frá KR-ingum en hann hefur einnig leikið með Þrótti, Fram og Fylki. Hann á samtals 241 leik að baki í deild og bikar í meistaraflokki.

„Þegar sá möguleiki opnaðist að Valur hefði áhuga og síðan eftir fund með Magga Gylfa. Ekki skemmir það heldur að ég á mjög góðar tengingar inn í félagið, en Málfríður konan mín hefur alla tíð spilað fyrir Val,“ segir Fjalar á vef Vals.

Valsmenn notuðu þrjá markverði í Pepsi-deildinni í sumar. Sindri Snær Jensson spilaði 14 leiki og þeir Ólafur Þór Gunnarsson og Ásgeir Þór Magnússon 4 hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert