Ólafsvíkingar semja við Damir

Ólsarar fá liðstyrk.
Ólsarar fá liðstyrk. mbl.is/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic sem lék með Leikni í 1. deildinni í sumar er genginn í raðir í Víkings úr Ólafsvík sem leikur í efstu deild á næsta ári í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Damir skrifaði undir samning við Ólsara í gærkvöldi, að því kemur fram á vefmiðlinum fotbolti.net. Hann getur leyst ýmsar stöður á vellinum á borð við miðvörð og bakvörð og þá getur hann einnig leikið sem varnarsinnaður miðjumaður.

Damir er annar leikmaðurinn sem Ólsarar fá til sín en skömmu eftir að tímabilinu lauk gekk sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson í raðir liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert