Arnar Sveinn aftur til Vals

Arnar Sveinn Geirsson í leik með Val.
Arnar Sveinn Geirsson í leik með Val. mbl.is/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Valsmenn og snýr því aftur á Hlíðarenda eftir eins árs dvöl hjá Víkingum í Ólafsvík. Þetta kemur fram á vef Vals.

Arnar, sem er 21 árs gamall sóknarmaður, kom ungur inní Valsliðið og hefur spilað með því 44 leiki í efstu deild, og skorað 6 mörk. Hann hætti á Hlíðarenda síðasta  vetur og gekk síðan til liðs við Ólafsvíkinga og tók þátt í að tryggja þeim sæti í efstu deild í fyrsta skipti. Arnar lék 20 leiki með Víkingum í 1. deildinni og skoraði tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert