Atli Sveinn til liðs við KA

Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val.
Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val. mbl.is/Kristinn

Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaðurinn reyndi sem hefur verið fyrirliði Valsmanna undanfarin ár, er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, KA, og leikur með því í 1. deildinni í knattspyrnu á næsta tímabili.

Atli mun vera að skrifa undir tveggja ára samning við Akureyrarfélagið núna rétt fyrir hádegið.

Atli, sem er 32 ára, er KA-maður og lék með félaginu í 1. deild 1997 til 1999 en fór síðan til Svíþjóðar og spilaði með Örgryte í sænsku úrvalsdeildinni í fimm ár. Hann sneri aftur til KA 2004 og lék eitt tímabil með liðinu í úrvalsdeildinni en gekk síðan til liðs við Valsmenn fyrir tímabilið 2005 og hefur leikið með þeim síðar. Atli er orðinn 10. leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi með 157 leiki fyrir Hlíðarendafélagið.

Þetta er mikill liðsauki fyrir KA-menn en Bjarni Jóhannsson tók við sem þjálfari þeirra í haust eftir að hafa stýrt Stjörnunni undanfarin fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert