Telma komin á ný í Aftureldingu

Telma Þrastardóttir ásamt þjálfara Aftureldingar, John Andrews.
Telma Þrastardóttir ásamt þjálfara Aftureldingar, John Andrews. Ljósmynd/Afturelding

Knattspyrnukonan Telma Þrastardóttir er gengin til liðs við Aftureldingu frá Val. Hún lék áður með Stabæk í Noregi, en þangað fór hún frá Aftureldingu fyrir tveimur árum en Afturelding er hennar uppeldisfélag.

Hún hóf feril sinn með uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, sumarið 2010 en þá skoraði hún rúmlega helming marka liðsins í Pepsi-deildinni, 8 mörk í 13 leikjum aðeins 15 ára gömul.

Alls hefur Telma leikið 31 leik með meistaraflokki í efstu deild og skorað 12 mörk

Hún hefur leikið 13 leiki með U19 ára landsliði Íslands og 23 leiki með U17 ára liðinu skorað 10 mörk samtals.

Í tilkynningu frá Aftureldingu segir m.a. að félagið ætli að styrkja lið sitt enn meira fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert