Björgólfur skrifar undir hjá Val í dag

Björgólfur lék með Fylki í sumar en er nú farinn …
Björgólfur lék með Fylki í sumar en er nú farinn til Vals. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnumaðurinn Björgólfur Takefusa skrifar undir tveggja ára samning við Val í dag en þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur í útvarpsviðtali á X-inu nú rétt í þessu.

„Ég er búinn að ákveða það [Hvert hann er að fara] og er sem sagt að fara klára skrifa undir við knattspyrnufélagið Val og er bara mjög ánægður og spenntur með það,“ sagði Björgólfur í Boltanum.

Björgólfur er á mála hjá Víkingi R. en hann var á láni hjá Fylki í sumar. „Það er leiðinlegt að fara úr Víkinni en ástæðurnar fyrir því eru fótboltalegs eðlis,“ sagði Björgólfur sem vill spila í úrvalsdeildinni.

Breiðablik, Fylkir og Þór höfðu öll áhuga á að fá Björgólf í sínar raðir en af hverju Valur? „Eftir að hafa hitt mennina í kringum klúbbinn og svo Magga Gylfa varð ég alltaf spenntari fyrir þessu verkefni,“ sagði Björgólfur Takefusa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert