Danka samdi við Stjörnuna

Danka Podovac, fyrir miðju, fagnar marki fyrir ÍBV.
Danka Podovac, fyrir miðju, fagnar marki fyrir ÍBV. mbl.is/Ómar

Serbneska knattspyrnukonan Danka Podovac, sem hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö ár, gekk í dag til liðs við bikarmistara Stjörnunnar og leikur með þeim á komandi keppnistímabili.

Danka, sem er þrítug að aldri, er komin með tvöfalt ríkisfang, serbneskt og íslenskt, en hún hefur leikið hér á landi í sjö ár. Fyrst með Keflavík í þrjú ár, þá með Fylki eitt tímabil og með Þór/KA eitt tímabil, en hefur spilað með ÍBV frá 2011.

Hún hefur gert 64 mörk í 110 leikjum í efstu deild og síðustu tvö árin hefur hún skorað 25 mörk og lagt upp 13 fyrir Eyjaliðið í deildinni. Þá á Danka að baki 41 landsleik fyrir Serbíu.

Hjá Stjörnunni er Dönku ætlað að fylla skarð hinnar bandarísku Ashley Bares sem kemur ekki aftur í Garðabæinn eftir að hafa spilað þar undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert