Halldór Kristinn til Keflavíkur

Halldór Kristinn Halldórsson í leik með Val gegn FH.
Halldór Kristinn Halldórsson í leik með Val gegn FH. mbl.is/Ómar

Halldór Kristinn Halldórsson, sem hefur leikið með Valsmönnum undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við Keflavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins en frá þessu var greint á vef Keflavíkur í gær.

Halldór er 24 ára gamall miðvörður sem lék allan sinn feril með Leikni í Reykjavík, með meistaraflokki frá 15 ára aldri, þar til hann gekk til liðs við Valsmenn fyrir tímabilið 2011. Hann spilaði 10 leiki með U17 og U19 ára landsliðum Íslands og lék 125 leiki með Leiknismönnum í 1. 2. og 3. deild, og var fyrirliði þeirra áður en hann fór í Val.

Með Valsmönnum lék Halldór 40 leiki í efstu deild og var í byrjunarliði í öllum leikjum sínum með Hlíðarendafélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert