Samningi Guðjóns við Valsmenn rift

Guðjón Pétur Lýðsson, með boltann, í leik með Val.
Guðjón Pétur Lýðsson, með boltann, í leik með Val. mbl.is/Eggert

Leikmannasamningi Guðjóns Péturs Lýðssonar við knattspyrnudeild Vals hefur verið rift en það kemur fram í yfirlýsingu sem birtist rétt í þessu á vef Valsmanna.

Þar kemur fram að samkomulagið sé gert í bróðerni og báðir aðilar óski hvor öðrum hins besta í framtíðinni.

Guðjón hefur leikið með Valsmönnum undanfarin tvö ár. Hann var í stóru hlutverki í liði Hauka sem lék í úrvalsdeildinni árið 2010 og gekk til liðs við Val í kjölfarið. Haustið 2011 var hann lánaður til Helsingborg í Svíþjóð og kom þar við sögu í sigri liðsins í deild og bikar.

Guðjón er 25 ára og lék 37 leiki með Val í efstu deild og skoraði í þeim 9 mörk. Þar af gerði hann 8 mörk sumarið 2011 þegar hann var markahæsti leikmaður Valsmanna í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert