Guðmundur Pétursson í Fjölni

Guðmundur Pétursson í leik með Breiðabliki.
Guðmundur Pétursson í leik með Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meistaraflokkur Fjölnis greindi frá því á twitter-síðu sinni í dag að Guðmundur Pétursson væri genginn til liðs við félagið frá Breiðabliki. Guðmundur hefur spilað með Breiðabliki síðan árið 2010 en hefur verið afar óheppinn með meiðsli og tvívegis slitið krossband.

Guðmundur lék með KR áður en hann gekk til liðs við Breiðablik og skoraði 20 mörk í deild og bikar með þessum tveimur liðum. Hann mun líklega reynast Fjölni góður liðsstyrkur, en félagið endaði í 7. sæti fyrstu deildar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert