Að hluta til mér að kenna

Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valsbúninginn.
Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valsbúninginn. Ljósmynd/Valur.is

Áður en Magnús Gylfason tók við þjálfun karlaliðs Vals í knattspyrnu gagnrýndi hann félagið opinberlega fyrir afar tíð mannaskipti. En nú þegar hann er sestur í brúna hjá félaginu verður ekki annað séð en að sama sé uppi á teningnum hjá þeim rauðklæddu og að Magnúsar bíði það hlutverk að smíða enn eitt liðið á Hlíðarenda.

Valsmenn fengu öflugan liðsstyrk í gær í landsliðsmanninum Bjarna Ólafi Eiríkssyni, sem samdi við sitt gamla félag til þriggja ára, og þar með hefur Valur fengið 9 leikmenn til liðs við sig í vetur en horfur eru á að 7 leikmenn sem léku með liðinu í fyrra yfirgefi það.

„Já, ég tók þátt í þeirri umræðu að Valur hefði skipt um ótrúlega marga leikmenn á hverju ári og það er að gerast aftur nú. Að hluta til er það mér að kenna en skýringuna má líka finna í því að það hafa verið tíð þjálfaraskipti hjá liðinu. Mér fannst þegar ég tók við Valsliðinu að til þess að geta gert þá hluti sem við viljum gera og að geta breytt þeim fótbolta sem Valur hefur verið að spila þyrfti ég að skipta um ansi marga leikmenn og það hefur orðið raunin á,“ sagði Magnús við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Magnús í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert