Pablo Punyed til Fylkismanna

Pablo Punyed ásamt Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis.
Pablo Punyed ásamt Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Ljósmynd/Twitter/Tómas Þorsteinsson

Pablo Punyed, knattspyrnumaður frá El Salvador sem lék með Fjölnismönnum í 1. deildinni síðasta sumar, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis.

Punyed er 22 ára gamall og spilaði aðallega sem vinstri bakvörður. Hann skoraði 4 mörk fyrir Fjölni, flest með glæsilegum skotum utan af velli, en hann spilaði alla 22 leiki liðsins í deildinni.

Tómas Þorsteinsson leikmaður Fylkis skýrði frá þessu á Twitter rétt í þessu og birti meðfylgjandi mynd.

Punyed er fjórði leikmaðurinn sem Fylkir fær í sínar raðir í vetur en áður voru komnir Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV, Sverrir Garðarsson frá Haukum og Kristján Páll Jónsson frá Leikni R.

Frá Fylki eru hinsvegar farnir þeir Björgólfur Takefusa í Val, David Elebert til Shamrock Rovers á Írlandi, Emil Ásmundsson til enska liðsins Brighton, Ingimundur Níels Óskarsson í FH og Jóhann Þórhallsson í Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert