Ólafsvíkingar semja við Slóvena

Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings og Jernej Leskovar.
Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings og Jernej Leskovar. Ljósmynd/vikingurol.is

Jernej Leskovar, knattspyrnumaður frá Slóveníu, hefur samið við Víkinga frá Ólafsvík, nýliðana í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og leikur með þeim í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkings.

Leskovar, sem er 24 ára gamall, getur leikið bæði á vinstri kantinum og fremstur á miðjunni. Hann kemur frá B-deildarliðinu Simer Sampion Celje í heimalandi sínu en hann hefur leikið með því liði frá 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert