Mateja Zver aftur til Þórs/KA

Mateja Zver í leik með Þór/KA.
Mateja Zver í leik með Þór/KA. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Íslandsmeistarar Þórs/KA í knattspyrnu kvenna hafa fengið mikinn liðsauka fyrir komandi keppnistímabili því Mateja Zver, landsliðsfyrirliði Slóveníu, er á leið til Akureyrarliðsins á ný eftir eins árs fjarveru. Frá þessu er greint á vef Þórs.

Zver, sem er 25 ára gömul, lék með Þór/KA frá 2008 til 2011 og skoraði 55 mörk í 63 leikjum með liðinu í úrvalsdeildinni. Þá átti hún flestar stoðsendingar allra í deildinni tímabilið 2011 þegar hún lagði upp 19 mörk fyrir liðsfélaga sína, auk þess að skora 9 sjálf.

Þá koma bandarísku leikmennirnir Kayla Grimsley og Tahnai Annis aftur til Þórs/KA en þær voru í stórum hlutverkum þegar liðið varð svo óvænt Íslandsmeistari í fyrra. Grimsley tók við af Zver og átti flestar stoðsendingar í deildinni, 21 talsins, árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert