Lettneskur markvörður til Ólafsvíkur

Einar Hjörleifsson fær samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Ólafsvíkingum.
Einar Hjörleifsson fær samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Ólafsvíkingum. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Víkingar frá Ólafsvík, nýliðarnir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa samið við lettneska markvörðinn Kaspars Ikstens fyrir komandi keppnistímabil. Frá þessu er greint á vef Ólafsvíkurliðsins.

Hann mun berjast um markvarðarstöðuna hjá Víkingum við Einar Hjörleifsson sem hefur varið mark liðsins um árabil. Ikstens hefur dvalið hér á landi undanfarið, æft með Víkingum og spilað með þeim einn æfingaleik.

Ikstens er 24 ára gamall lék síðast með georgíska liðinu Dila Gori en áður með lettnesku liðunum Daugava og Skonto Riga. Hann lék áður með lettneska 21-árs landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert