Marko Pavlov samdi við Víkinga

Marko Pavlov í búningi Víkings eftir undirskriftina.
Marko Pavlov í búningi Víkings eftir undirskriftina. Ljósmynd/Hörður Theódórsson

Víkingur R. hefur gengið frá samningi við Marko Pavlov og mun hann leika með liðinu út keppnistímabilið 2014 en hann kemur til Víkings frá Pelister í Makedóníu. Áður lék hann með Breiðabliki hér á landi.

Marko er uppalinn í Stjörnunni en á ferli sínum hefur hann einnig verið á mála hjá Caen í Frakklandi og Real Betis og Real Mallorca á Spáni. Hann hefur spilað með U17 og U19 ára landsliðum Íslands auk þess sem hann á leiki fyrir U21 árs landslið Makedóníu.

Marko er áttundi leikmaðurinn sem Víkingar fá til sín fyrir átökin í 1. deildinni en áður hefur liðið samið við Ingvar Þór Kale (Breiðablik), Andra Stein Birgisson (Leiknir R.), Axel Kára Vignisson (ÍR), Ívar Örn Jónsson (HK), Igor Taskovic (Sviss), Óttar Stein Magnússon (Höttur) og Dofra Snorrason (KR).

<div><span><span><br/></span></span></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert