Björk í markið hjá Valskonum

Björk Björnsdóttir, lengst til hægri, átti góðu gengi að fagna …
Björk Björnsdóttir, lengst til hægri, átti góðu gengi að fagna með Avaldsnes í fyrra. Ljósmynd/Instagramsíða Hólmfríðar Magnúsdóttur

Markvörðurinn Björk Björnsdóttir er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Vals í knattspyrnu og leikur með því í sumar en hún lék með Avaldsnes í Noregi á síðasta tímabili.

Hún kemur í staðinn fyrir bandaríska markvörðinn Brett Maron sem lék með Val á síðasta ári en er nú gengin til liðs við Elísabetu Gunnarsdóttur og hennar lið, Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Björk lék með Fylki áður en hún fór til Noregs, frá 2007 til 2011, og á 85 leiki að  baki með Árbæjarliðinu í efstu deild, auk 7 leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún spilaði alla 22 leiki Avaldsnes á síðasta ári þegar liðið varð meistari í norsku B-deildinni.

Þar með eru tveir leikmenn Avaldsnes frá síðasta tímabili komnir í Val því Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoraði 24 mörk í 22 leikjum fyrir norska liðið í fyrra, sneri aftur á Hlíðarenda í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert