Skoti til liðs við Framara

Þorvaldur Örlygsson er kominn með fjórða Bretann í sínar raðir.
Þorvaldur Örlygsson er kominn með fjórða Bretann í sínar raðir. mbl.is/Eggert

Framarar hafa samið við skoska knattspyrnumanninn Jordan Halsman um að leika með þeim í sumar en hann samdi í dag við félagið út þetta keppnistímabil. Frá þessu er greint á vef Safamýrarliðsins.

Halsman er 21 árs  gamall, vinstri bakvörður eða vinstri kantmaður, uppalinn hjá Aberdeen. Hann gekk til liðs við Motherwell fyrir þremur árum, var lánaður til Annan Athletic, Dumbarton og Albion Rovers, og samdi síðan við 1. deildarliðið Morton fyrir ári síðan.

Þar með eru þrír Skotar í röðum Framara, Steven Lennon og Alan Lowing eru þar fyrir, sem og Englendingurinn Samuel Hewson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert