Færeyingur til liðs við Ólafsvíkinga

Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó. hefur fengið liðsauka frá Færeyjum.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó. hefur fengið liðsauka frá Færeyjum. mbl.is/Eggert

Færeyski knattspyrnumaðurinn Karl Abrahamson Lökin hefur samið við Víkinga í Ólafsvík, nýliðana í Pepsi-deild karla, og leikur með þeim út þetta keppnistímabil.

Karl er 22 ára gamall miðjumaður og kemur frá NSÍ Runavík en hefur einnig spilað með ÍF frá Fuglafirði. Hann hefur leikið 8 leiki með færeyska 21-árs landsliðinu og verið í hópi A-landsliðsins. Karl hefur spilað 110 leiki í færeysku úrvalsdeildinni og skorað í þeim 6 mörk.

Karl kom til landsins í dag og er orðinn löglegur með Ólafsvíkingum þannig að hann getur spilað með þeim gegn Fram í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert