James Hurst til Valsmanna

James Hurst, til vinstri, í leik með ÍBV gegn KR.
James Hurst, til vinstri, í leik með ÍBV gegn KR. mbl.is/Eggert

James Hurst, enski knattspyrnumaðurinn sem lék með ÍBV árið 2010, er genginn til liðs við Valsmenn og er kominn með keppnisleyfi hjá þeim.

Hurst, sem er 21 árs gamall, var öflugur með Eyjamönnum sumarið 2010 og lék þá 16 leiki og skoraði eitt mark. Hann kom til þeirra frá Portsmouth og samdi síðan við West Bromwich Albion þar sem hann spilaði einn leik með aðalliðinu, og spilaði síðan sem lánsmaður með Blackpool, Shrewsbury, Chesterfield og Birmingham.

Hurst hefur leikið með yngri landsliðum Englands, frá U16 til U20 ára, samtals 20 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert