Félagaskipti í fótboltanum - lokað á miðnætti

Keppnistímabilið í fótboltanum hófst formlega föstudaginn 15. febrúar en þá fóru fram fyrstu leikirnir í deildabikar karla, Lengjubikarnum. Mikill fjöldi leikmanna hefur skipt um félag frá síðasta tímabili og hér á mbl.is hafa félagaskiptin verið uppfærð jafnt og þétt síðan. Lokað var fyrir þau að kvöldi miðvikudagsins 15. maí - sem var í gærkvöld.

Hér fyrir neðan má sjá breytingar sem hafa orðið á liðunum í efstu deildum karla og kvenna, Pepsi-deildunum, og 1. deild karla frá síðasta tímabili og þær voru uppfærðar jafnóðum og gengið var frá félagaskiptunum.

* Leikmenn sem fóru aftur til síns félags eftir lánsdvöl 2012 eru merkir með (úr láni) hjá báðum félögum. Ef þeir fara síðan í annað félag er samningsfélagið þeirra innan sviga. Ekki eru tilgreind lánsskipti á milli "venslaliða", svo sem Stjarnan/Skínandi, Víkingur Ó./Grundarfjörður og Breiðablik/Augnablik.

Helstu félagsskipti sem náðu fyrir lokun á miðnætti, 15. maí, og eru staðfest í dag:

* Andri Freyr Björnsson, sem gekk til liðs við BÍ/Bolungarvík í vetur frá Selfossi hefur verið lánaður til 3. deildarliðs KFR. Andri hefur spilað 25 leiki með Selfossi í efstu deild.
* Bjarki Þór Jónasson, 18 ára fyrrum leikmaður U17 ára landsliðsins, hefur verið lánaður frá Völsungi til Þórs.
* Dagmar Mýrdal er farin frá bikarmeisturum Stjörnunnar til 1. deildarliðs Fram.
* Haukur Hinriksson, sem lék alla 22 leiki KA í 1. deildinni í fyrra, er genginn til liðs við Þrótt í Reykjavík.
* Erla Steina Sverrisdóttir er komin til HK/Víkings í láni frá Val en hún hefur spilað 2 leiki með Val í Pepsi-deild kvenna. HK/Víkingur hefur líka fengið Diljá Ólafsdóttur frá Aftureldingu, en hún lék lék 8 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.
* Helgi Pétur Magnússon, sem hefur spilað með Þrótti R. undanfarin ár og áður með ÍA, er genginn til liðs við 4. deildarlið Skallagríms.

Helstu skipti á lokadegi félagaskiptanna, 15. maí:

* ÍBV lánaði Englendinginn James Frayne, sem gekk frá skiptum til þeirra á miðvikudag, yfir til nágrannanna í 4. deildarliðinu KFS.
* Tómas Leifsson, sem lék 18 leiki með Selfyssingum í Pepsi-deildinni í fyrra og áður með Fram, er genginn til liðs við 3. deildarlið ÍH.
* Breiðablik hefur lánað Sindra Snæ Magnússon til 1. deildarliðs Selfyssinga. Sindri lék 5 leiki með Blikum í Pepsi-deildinni í fyrra og var í hópnum í fyrstu tveimur leikjum þeirra í vor.
* Valsmenn hafa lánað Sigurð Egil Lárusson aftur til Víkings R. en hann kom til þeirra í vetur. Sigurður, sem var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar í fyrra, var í hópnum hjá Val í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar en kom ekki við sögu.
* Spænski varnarmaðurinn Francisco Insa Bohigues er kominn til Víkinga í Ólafsvík frá spænska D-deildarliðinu Rápido Bouzas.
* Englendingurinn James Frayne sem hefur æft með ÍBV undanfarnar vikur er orðinn löglegur með liðinu.
* Varnarmaðurinn Benis Krasniqi er kominn í raðir Keflvíkinga en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár og áður með Reyni í Sandgerði og KS/Leiftri.
* Andri Már Hermannsson hefur verið lánaður frá Fylki til 1. deildarliðs KF. Andri hefur spilað 19 leiki með Fylki í efstu deild og kom inná gegn Fram á mánudagskvöldið.
* Sóknarmaðurinn Arnar Már Björgvinsson er komin til Víkings í Ólafsvík sem lánsmaður frá Breiðabliki.
* Pála Marie Einarsdóttir, sem hefur leikið með Val um árabil, hefur verið lánuð til 1. deildarliðs Hauka. Pála lék 7 leiki með Val í Pepsi-deildinni í fyrra en á samtals 126 leiki þar að baki og 5 A-landsleiki.
* Arnar Bragi Bergsson, sem hefur verið í röðum IFK Gautaborg síðustu árin, er genginn til liðs við ÍBV. Hann er tvítugur og hefur leikið með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.
* Þórsarar hafa lánað Kristin Þór Björnsson til Dalvíkur/Reynis í 2. deild. Kristinn, sem kom inná hjá Þór gegn Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar, kom til Þórsara frá Dalvík/Reyni fyrir síðasta tímabil og lék með Akureyrarliðinu í 1. deildinni í fyrra.
* Auðun Helgason, fyrrum landsliðsmaður sem lék lengi með FH og sem atvinnumaður erlendis, er einn fjölmargra sem hafa skipt um félag í dag. Auðun var aðstoðarþjálfari á Selfossi en hefur nú gengið til liðs við 2. deildarlið Sindra á Hornafirði.
* Keflvíkingar hafa lánað Viktor Smára Hafsteinsson og Kristin Björnsson til 2. deildarliðs Njarðvíkur. Viktor lék 3 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra og Kristinn einn.
* Sigurvin Ólafsson, miðjumaðurinn reyndi sem tók fram skóna á ný í fyrra og lék með Fylki, er genginn til liðs við 2. deildarlið KV.
* Vladan Vukovic, 36 ára varnartengiliður frá Serbíu, er kominn til liðs við KF, nýliðana í 1. deild karla. Vukovic kemur frá Sumadija í Serbíu en hefur áður spilað í Grikklandi og Lettlandi, og lék á árum áður í efstu deild í Serbíu.
* Bandarísk knattspyrnukona, Rachel Wood, hefur samið við nýliða HK/Víkings um að leika með þeim í sumar. Hún hefur spilað í 1. deild í háskólafótboltanum undanfarin þrjú ár og hefur spilað með U20 og U17 ára landsliðum Bandaríkjanna. Hún er komin með leikheimild en er væntanleg eftir mánaðamótin.


PEPSI-DEILD KARLA

FH:

Daði Lárusson frá Haukum
Dominic Furness frá Tindastóli
Ingimar Elí Hlynsson frá BÍ/Bolungarvík (úr láni)
Ingimundur Níels Óskarsson frá Fylki
Patrik Snær Atlason frá Víkingi R.
Samuel Tillen frá Fram

Alen Sutej í Grindavík (lék ekki 2012)
Bjarki Már Benediktsson í Selfoss (lán)
Bjarki Gunnlaugsson, hættur
Danny Thomas, óvíst
Gunnleifur Gunnleifsson í Breiðablik
Tommy Nielsen í Fjarðabyggð (lék ekki 2012)


Breiðablik:

Árni Vilhjálmsson frá Haukum (úr láni)
Ellert Hreinsson frá Stjörnunni
Guðjón Pétur Lýðsson frá Val
Gunnleifur Gunnleifsson frá FH
Ingiberg Ólafur Jónsson frá Viking (Noregi)
Jökull I. Elísabetarson frá KV (úr láni)
Viggó Kristjánsson frá ÍR (úr láni)

Adam Örn Arnarson í NEC Nijmegen (Hollandi)
Arnar Már Björgvinsson í Víking Ó. (lán)
Ben J. Everson í York City (Englandi)
Guðmundur Pétursson í Fjölni
Haukur Baldvinsson í Fram
Ingvar Þór Kale í Víking R.
Petar Rnkovic til Noregs
Sigmar Ingi Sigurðarson í Hauka
Sindri Snær Magnússon í Selfoss (lán)
Stefán Þór Pálsson í Grindavík (lán)


ÍBV:

Aaron Spear frá Víkingi R. (úr láni)
Arnar Bragi Bergsson frá IFK Gautaborg
Bradley Simmonds frá QPR
David James frá Bournemouth (Englandi)
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá Örebro (lán)
Gunnar Þorsteinsson frá Ipswich (Englandi)
Hermann Hreiðarsson frá Coventry (Englandi)
James Frayne frá Englandi (lánaður til KFS)
Jón Gísli Ström frá ÍR (lánaður aftur til ÍR)
Lateef Elford-Alliyu frá Crawley Town (Englandi) (lán)
Ragnar Pétursson frá Hetti

Abel Dhaira í Simba (Tansaníu)
Andri Ólafsson í KR
Christian Olsen til Noregs
Eyþór Helgi Birgisson í Víking Ó.
Guðmundur Þórarinsson í Sarpsborg (Noregi)
Kjartan Guðjónsson í Aftureldingu (lán)
Rasmus Christiansen í Ull/Kisa (Noregi)
Tryggvi Guðmundsson í Fylki
Þórarinn Ingi Valdimarsson í Sarpsborg (Noregi) (lán)


KR:

Andri Ólafsson frá ÍBV
Brynjar Björn Gunnarsson frá Reading (Englandi)
Davíð Einarsson frá Hetti (úr láni)
Egill Jónsson frá Selfossi (úr láni)
Hróar Sigurðsson frá Haukum (úr láni)
Óskar Örn Hauksson frá Sandnes Ulf (úr láni)
Torfi Karl Ólafsson frá Víkingi Ó. (úr láni)

Fjalar Þorgeirsson í Val
Magnús Már Lúðvíksson í Val
Rhys Weston í Sabah (Malasíu)
Viktor Bjarki Arnarsson í Fram

Stjarnan:

Darri Steinn Konráðsson frá ÍR (úr láni)
Martin Rauschenberg frá Esbjerg (Danmörku)
Michael Præst frá FC Fyn (Danmörku)
Ólafur Karl Finsen frá Selfossi
Robert Sandnes frá Selfossi
Veigar Páll Gunnarsson frá Stabæk (Noregi)

Alexander Scholz í Lokeren (Belgíu)
Birgir Rafn Baldursson í Reyni S.
Ellert Hreinsson í Breiðablik
Heiðar Atli Emilsson í KFG
Hilmar Þór Hilmarsson í Fjölni (lán)
Mark Doninger í Bedlington (Englandi)


ÍA:

Jan Mikael Berg frá KuPS (Finnlandi)
Joakim Wrele frá Halmstad (Svíþjóð) (lán)
Maksims Rafalskis frá Daugava Daugavpils (Lettlandi)
Þórður Birgisson frá KF

Fjalar Örn Sigurðsson í Selfoss
Guðmundur Böðvar Guðjónsson í Fjölni
Jesper Holdt Jensen, óvíst
Teitur Pétursson í KF (lán)


Fylkir:

Agnar Bragi Magnússon frá Selfossi
Andrés Már Jóhannesson frá Haugesund (lán)
Ásgeir Örn Arnþórsson frá Aftureldingu (úr láni)
Heiðar Geir Júlíusson frá Ängelholm (Svíþjóð)
Kristján Hauksson frá Fram
Kristján Páll Jónsson frá Leikni R.
Pablo Punyed frá Fjölni
Sverrir Garðarsson frá Haukum
Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV
Viðar Örn Kjartansson frá Selfossi

Andri Már Hermannsson í KF (lán)
Atli Már Þorbergsson í Fjölni (úr láni)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Sarpsborg (Noregi) (lán)
Björgólfur Takefusa í Val (Víking R.)
David Elebert til Shamrock Rovers (Írlandi)
Emil Ásmundsson í Brighton (Englandi)
Ingimundur Níels Óskarsson í FH
Jóhann Þórhallsson í Þór
Magnús Þórir Matthíasson í Keflavík
Sigurvin Ólafsson í KV
Styrmir Erlendsson í KFR (lán)


Valur:

Arnar Sveinn Geirsson frá Víkingi Ó.
Ásgeir Þór Magnússon frá Leikni R. (úr láni)
Bjarni Ólafur Eiríksson frá Stabæk (Noregi)
Björgólfur Takefusa frá Fylki (Víkingi R.)
Fjalar Þorgeirsson frá KR
Iain Williamson frá Grindavík
Ingólfur Sigurðsson frá Lyngby (Danmörku)
James Hurst frá WBA
Magnús Már Lúðvíksson frá KR
Sigurður Egill Lárusson frá Víkingi R. (lánaður aftur í Víking R.)
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Selfossi

Atli Heimisson í Holmen (Noregi)
Atli Sveinn Þórarinsson í KA
Ásgeir Þór Ingólfsson í Hauka (úr láni)
Eyjólfur Tómasson í Leikni R. (úr láni)
Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðablik
Hafsteinn Briem í Hauka
Halldór Kristinn Halldórsson í Keflavík
Indriði Áki Þorláksson í Leikni R. (lán)
Úlfar Hrafn Pálsson í Hauka (lán)

Keflavík:

Andri Fannar Freysson frá Njarðvík
Arnór Ingvi Traustason frá Sandnes Ulf (úr láni)
Benis Krasniqi frá Haukum
David Preece frá Lincoln City (Englandi)
Fuad Gazibegovic frá ND Slovan (Slóveníu)
Halldór Kristinn Halldórsson frá Val
Ísak Örn Þórðarson frá Njarðvík (úr láni)
Magnús Þórir Matthíasson frá Fylki
Marjan Jugovic frá Busaiteen (Barein)
Ray Anthony Jónsson frá Grindavík
Þorsteinn Þorsteinsson frá Reyni S. (úr láni)

Daníel Gylfason í Njarðvík
Denis Selimovic til Slóveníu
Gregor Mohar í Radomlje (Slóveníu)
Guðmundur Steinarsson í Njarðvík
Hilmar Geir Eiðsson í Hauka
Jóhann Ragnar Benediktsson í Fjarðabyggð (lán)
Kristinn Björnsson í Njarðvík (lán)
Rafn Markús Vilbergsson í Njarðvík
Viktor Smári Hafsteinsson í Njarðvík (lán)


Fram:

Bjarni Hólm Aðalsteinsson frá Levanger (Noregi)
Halldór Arnarsson frá ÍR
Haukur Baldvinsson frá Breiðabliki
Helgi Sigurðsson frá Víkingi R.
Jordan Halsman frá Morton (Skotlandi)
Mortiz Erbs frá FSV Frankfurt (Þýskalandi)
Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík
Viktor Bjarki Arnarsson frá KR

Gunnar Oddgeir Birgisson í Njarðvík
Hlynur Atli Magnússon í Þór
Kristján Hauksson í Fylki
Samuel Tillen í FH
Sigurður H. Björnsson í Tindastól
Stefán Birgir Jóhannesson í Leikni R.
Sveinbjörn Jónasson í Þrótt R.


Þór:

Bjarki Þór Jónasson frá Völsungi (lán)
Edin Beslija frá Víkingi Ó.
Hlynur Atli Magnússon frá Fram
Jóhann Þórhallsson frá Fylki
Mark Tubæk frá BÍ/Bolungarvík

Halldór Orri Hjaltason í Völsung (lán)
Kristinn Þór Björnsson í Dalvík/Reyni (lán)
Kristinn Þór Rósbergsson í KF (lán)
Kristján Steinn Magnússon í Dalvík/Reyni (lán)


Víkingur Ó.:

Damir Muminovic frá Leikni R.
Arnar Már Björgvinsson frá Breiðabliki (lán)
Eyþór Helgi Birgisson frá ÍBV
Farid Zato frá HK
Francisco Insa Bohigues frá Rápido Bouzas (Spáni)
Jernej Leskovar frá Simer Sampion Celje (Slóveníu)
Kaspars Ikstens frá Daugava (Lettlandi)
Karl Abrahamson Lökin frá NSÍ Runavík (Færeyjum)
Mate Dujilo frá Alta (Noregi)

Arnar Sveinn Geirsson í Val
Clark Keltie í Darlington (Englandi)
Edin Beslija í Þór
Erdzan Beciri í Heiligenkreuz (Austurríki)
Helgi Óttarr Hafsteinsson í Leikni R.
Torfi Karl Ólafsson í KR (úr láni)


1. DEILD KARLA


Selfoss:

Abdoulaye Ndiaye frá Hamri (úr láni)
Andrew James Pew frá Hamri
Bjarki Aðalsteinsson frá Reyni S. (Breiðabliki, lán)
Bjarki Már Benediktsson frá FH (lán)
Fjalar Örn Sigurðsson frá ÍA
Ingi Rafn Ingibergsson frá Ægi (úr láni)
Ingvi Rafn Óskarsson frá Hamri (úr láni)
Javier Zurbano frá Coruxo (Spáni)
Joseph Yoffe frá Telford (Englandi)
Juan Povedano Martínez frá Melilla (Spáni)
Luka Jagacic frá Gorica (Króatíu)
Sene Abdalha frá Hamri (úr láni)
Sindri Snær Magnússon frá Breiðabliki (lán)

Agnar Bragi Magnússon í Fylki
Andri Freyr Björnsson í BÍ/Bolungarvík
Auðun Helgason í Sindra
Babacar Sarr í Start (Noregi)
Dofri Snorrason í Víking R. (KR)
Egill Jónsson í KR (úr láni)
Endre Ove Brenne til Noregs
Hafþór Þrastarson í Hauka (FH)
Ivar Skjerve til Noregs
Jón Daði Böðvarsson í Viking (Noregi)
Ólafur Karl Finsen í Stjörnuna
Robert Sandnes í Stjörnuna
Stefán Ragnar Guðlaugsson í Val
Tómas Leifsson í ÍH
Viðar Örn Kjartansson í Fylki


Grindavík:

Alen Sutej frá FH
Denis Sytnik frá Rúmeníu
Einar Helgi Helgason frá Þrótti V. (úr láni)
Guðfinnur Þórir Ómarsson frá Þrótti R.
Guðmundur Egill Bergsteinsson frá Njarðvík (úr láni)
Jóhann Helgason frá KA (úr láni)
Juraj Grizelj frá Mosor (Króatíu)
Stefán Þór Pálsson frá Breiðabliki (lán)

Benóný Þórhallsson í Víði (lán)
Bogi Rafn Einarsson í HK
Iain Williamson í Val
Loic Mbang Ondo í BÍ/Bolungarvík
Ólafur Örn Bjarnason í Fram
Pape Mamadou Faye í Víking R.
Ray Anthony Jónsson í Keflavík
Tomi Ameobi til Englands


Þróttur R.:

Andri Björn Sigurðsson frá ÍR
Guðjón Gunnarsson frá ÍR
Haukur Hinriksson frá KA
Sveinbjörn Jónasson frá Fram
Trausti Sigurbjörnsson frá ÍR (úr láni)
Ævar Hrafn Ingólfsson frá Reyni S. (úr láni)
Örn Rúnar Magnússon frá Hamri (FH)

Daði Bergsson í NEC Nijmegen (Hollandi)
Guðfinnur Þórir Ómarsson í Grindavík
Haraldur Árni Hróðmarsson í BÍ/Bolungarvík (úr láni)
Helgi Pétur Magnússon í Skallagrím
Hermann Ágúst Björnsson í Hamar (lán)
Kristján Einar Auðunsson í Hamar (lán)


KA:

Arnór Egill Hallsson frá KF (úr láni)
Atli Sveinn Þórarinsson frá Val
Bessi Víðisson frá Dalvík/Reyni
Carsten Pedersen frá Rishöj (Danmörku)
Gunnar Már Magnússon frá Dalvík/Reyni (lánaður aftur í Dalvík/Reyni)
Ivan Dragicevic frá Radnicki Nis (Serbíu)
Ívar Guðlaugur Ívarsson frá Magna (úr láni)
Mads Rosenberg frá Hjörring (Danmörku)
Ómar Friðriksson frá Magna (úr láni)
Steinþór Már Auðunsson frá Dalvík/Reyni

Aksentije Milisic í Magna (lán)
Dávid Disztl til Ungverjalands
Guðmundur Óli Steingrímsson í Völsung
Haukur Hinriksson í Þrótt R.
Jóhann Helgason í Grindavík (úr láni)
Sigurjón Guðmundsson í Kára


Haukar:

Andri Steinn Birgisson frá Víkingi R. (áður frá Leikni R.)
Arnar Aðalgeirsson frá AGF (Danmörku)
Ásgeir Þór Ingólfsson frá Val (úr láni)
Hafsteinn Briem frá Val
Hafþór Þrastarson frá Selfossi (FH)
Helgi Valur Pálsson frá BÍ/Bolungarvík (FH)
Hilmar Geir Eiðsson frá Keflavík
Sigmar Ingi Sigurðarson frá Breiðabliki
Úlfar Hrafn Pálsson frá Val (lán)

Árni Vilhjálmsson í Breiðablik (úr láni)
Benis Krasniqi í Keflavík
Daði Lárusson í FH
Enok Eiðsson í Gróttu (lán)
Guðmundur Viðar Mete í Aftureldingu
Hróar Sigurðsson í KR (úr láni)
Marteinn Pétur Urbancic í ÍR (lán)
Sverrir Garðarsson í Fylki
Viktor Unnar Illugason í Njarðvík (Breiðablik, úr láni)
Viktor Smári Segatta í FH (úr láni)


Víkingur R.:

Arnþór Ingi Kristinsson frá Hamri
Axel Kári Vignisson frá ÍR
Dofri Snorrason frá Selfossi (KR)
Igor Taskovic frá Celik Niksic (Serbíu)
Ingvar Þór Kale frá Breiðabliki
Ívar Örn Jónsson frá HK
Kristinn Jens Bjartmarsson frá ÍR (úr láni)
Marko Pavlov frá Pelister (Makedóníu)
Óttar Steinn Magnússon frá Hetti
Pape Mamadou Faye frá Grindavík

Aaron Spear í ÍBV (úr láni)
Agnar Darri Sverrisson í Magna (lán)
Egill Atlason í Leikni R.
Helgi Sigurðsson í Fram
Kevin Schmidt í AB (Danmörku)
Patrik Snær Atlason í FH
Sigurður Egill Lárusson í Val (kominn aftur í láni frá Val)
Viktor Jónsson (eldri) í ÍR
Þorvaldur Sveinn Sveinsson í Gróttu


Fjölnir:

Atli Már Þorbergsson frá Fylki (úr láni)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá ÍA
Guðmundur Pétursson frá Breiðabliki
Hilmar Þór Hilmarsson frá Stjörnunni (lán)
Þórður Ingason frá BÍ/Bolungarvík

Felix Hjálmarsson í Elliða (lán)
Jóhann Óli Þórbjörnsson í Ægi (lán)
Marteinn Örn Halldórsson í Reyni S.
Pablo Punyed í Fylki


Tindastóll:

Atli Gunnar Guðmundsson frá Hugin (lán)
Christopher P. Tsonis frá Bandaríkjunum
Elvar Páll Sigurðsson frá Breiðabliki (lán)
Rodrigo Morin frá Bandaríkjunum
Ruben M. Resendes frá Bandaríkjunum
Sigurður H. Björnsson frá Fram

Colin W. Helmrich til Ástralíu
Dominic Furness í FH
Max Touloute í BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík:

Alejandro Berenguer Munoz frá Hercules (Spáni)
Andri Freyr Björnsson frá Selfossi (lánaður til KFR)
Ben J. Everson frá York City (Englandi)
Hafþór Atli Agnarsson frá Ægi (úr láni)
Haraldur Árni Hróðmarsson frá Þrótti R. (úr láni)
Loic Mbang Ondo frá Grindavík
Matthías Króknes Jóhannsson frá Fram
Max Touloute frá Tindastóli
Michael Abnett frá Whyteleafe (Englandi)
Michael Allen Smith frá Bandaríkjunum
Nigel Quashie frá ÍR

Alexander J. Möller í Aarhus Fremad (Danmörku)
Haukur Ólafsson í ÍH
Helgi Valur Pálsson í Hauka (FH)
Ingimar Elí Hlynsson í FH (úr láni)
Jerson Aldair Dos Santos í Whyteleafe (Englandi)
Mark Tubæk í Þór
Sölvi G. Gylfason í Skallagrím
Þórður Ingason í Fjölni


Leiknir R.:

Dánjal á Lakjuni frá ÍF Fuglafirði (Færeyjum)
Egill Atlason frá Víkingi R.
Eyjólfur Tómasson frá Val (úr láni)
Gestur Ingi Harðarson frá Berserkjum
Helgi Óttarr Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Indriði Áki Þorláksson frá Val (lán)
Pétur Örn Svansson frá Víkingi R. (lék síðast 2010)
Stefán Birgir Jóhannesson frá Fram
Sævar Freyr Alexandersson frá Aftureldingu

Andri Steinn Birgisson í Víking R. (þaðan í Hauka)
Ásgeir Þór Magnússon í Val (úr láni)
Damir Muminovic í Víking Ó.
Kristján Páll Jónsson í Fylki
Samuel Petrone í Mjällby (Svíþjóð) (úr láni)
Stefán Jóhann Eggertsson í HK
Zlatko Krickic í Stál-úlf


Völsungur:

Benedikt Þór Jóhannsson frá SR
Dejan Bozicic frá Celik Zenica (Bosníu)
Guðmundur Óli Steingrímsson frá KA
Halldór Orri Hjaltason frá Þór (lán)
Péter Odrobéna frá Putnok (Ungverjalandi)

Bergur Jónmundsson í Magna
Bjarki Þór Jónasson í Þór (lán)
Milan Pesic til Serbíu
Tine Zornik til Slóveníu


KF:

Andri Már Hermannsson frá Fylki (lán)
Björn Hákon Sveinsson frá Noregi
Kristinn Þór Rósbergsson frá Þór (lán)
Ottó Hólm Reynisson frá Dalvík/Reyni (Þór)
Teitur Pétursson frá ÍA (lán)
Vladan Vukovic frá Sumadija (Serbíu)

Arnór Egill Hallsson í KA (úr láni)
Hugi Jóhannesson í Ægi (KR)
Þórður Birgisson í ÍA


PEPSI-DEILD KVENNA

Þór/KA:

Eva Hafdís Ásgrímsdóttir frá Aftureldingu (úr láni)
Hulda Ósk Jónsdóttir frá Völsungi - fór aftur í Völsung 15. maí.
Kaitlyn Savage frá Perth Glory (Ástralíu)
Kristín Geirsdóttir frá BÍ/Bolungarvík (úr láni)
Mateja Zver frá Pomurje (Slóveníu)
Victoria Alonzo frá Kuopio (Finnlandi)

Bojana Besic í Völsung (lék ekkert 2012)
Chantel Jones í Washington Spirit (Bandaríkin)
Elva Marý Baldursdóttir í Völsung (lán)
Helena Rós Þórólfsdóttir í Völsung (lán)
Rebecca Johnson til Svíþjóðar
Þórhildur Ólafsdóttir í ÍBV


ÍBV:

Ana María Escribano López frá Barcelona (Spáni)
Bryndís Jóhannesdóttir frá FH
Nadia Lawrence frá UWIC (Wales)
Rosie Sutton frá Perth Glory (Ástralíu)
Þórhildur Ólafsdóttir frá Þór/KA

Andrea Ýr Gústavsdóttir í Selfoss
Anna Þórunn Guðmundsdóttir í Grindavík
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í Breiðablik
Danka Podovac í Stjörnuna
Elínborg Ingvarsdóttir í Grindavík
Hlíf Hauksdóttir í Val
Julie Nelson til Englands


Stjarnan:

Danka Podovac frá ÍBV
Kristín Ösp Sigurðardóttir frá Haukum (úr láni)
Megan Manthey frá Saint-Étienne (Frakklandi)
Rúna Sif Stefánsdóttir frá Fylki

Dagmar Mýrdal í Fram
Edda Mjöll Karlsdóttir í Álftanes (lán)
Eydís Lilja Eysteinsdóttir í Hauka (lán)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í Arna-Björnar (Noregi)
Kate A. Daines til Bandaríkjanna
Katrín Klara Emilsdóttir í Hauka (lán)
Veronica Perez í Western New York Flash (Bandaríkjunum)


Valur:

Björk Björnsdóttir frá Avaldsnes (Noregi)
Helena Ólafsdóttir frá Fjölni
Hlíf Hauksdóttir frá ÍBV
Kristín Ýr Bjarnadóttir frá Avaldsnes (Noregi)

Brett Maron í Kristianstad (Svíþjóð)
Erla Steina Sverrisdóttir í HK/Víking (lán)
María Soffía Júlíusdóttir í ÍR
Mist Edvardsdóttir í Avaldsnes (Noregi)
Pála Marie Einarsdóttir í Hauka (lán)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir í Aftureldingu


Breiðablik:

Aldís Kara Lúðvíksdóttir frá FH
Ásgerður Arna Pálsdóttir frá ÍR - lánuð áfram í Þrótt R.
Ástrós Eva Gunnarsdóttir frá Fram (úr láni)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir frá ÍBV
Greta Mjöll Samúelsdóttir frá Aztec (Bandaríkjunum)
Lilja Dögg Valþórsdóttir frá KR
Rósa Hugosdóttir frá Fram (úr láni)

Anna Birna Þorvarðardóttir í Þrótt R.
Fanndís Friðriksdóttir í Kolbotn (Noregi)
Hrefna Guðrún Pétursdóttir til Bandaríkjanna
Mist Elíasdóttir í Þrótt R. (lán)
Petra Rut Ingvadóttir í Völsung (lán) (lék ekkert 2012)
Petrea Björt Sævarsdóttir í Þrótt R. (lán)
Sandra Sif Magnúsdóttir í Vålerenga (Noregi)


FH:

Aníta Lísa Svansdóttir frá ÍA (úr láni)
Ashlee Hincks frá Chelsea (Englandi)
Heiða Dröfn Antonsdóttir frá Svíþjóð
Íris Ösp Aðalsteinsdóttir frá Sindra (úr láni)
Margrét Sveinsdóttir frá ÍR
Teresa Marie Rynier frá Kvarnsveden (Svíþjóð)


Aldís Kara Lúðvíksdóttir í Breiðablik
Bryndís Jóhannesdóttir í ÍBV
Guðrún Bentína Frímannsdóttir í Grindavík
Hildur Egilsdóttir í ÍR (lán)
Jóhanna S. Gústavsdóttir til Noregs
Sara Hrund Helgadóttir í Grindavík


Afturelding:

Jenna R. Rencarati frá Bandaríkjunum
Marcia Rosa Silva frá Svíþjóð
Megan L. Link frá Bandaríkjunum
Rósa Hauksdóttir frá Fram
Telma Hjaltalín Þrastardóttir frá Val

Carla Lee til Englands
Diljá Ólafsdóttir í HK/Víking
Eva Hafdís Ásgrímsdóttir í Þór/KA (úr láni)
Íris Dóra Snorradóttir í HK/Víking
Sesselja Líf Valgeirsdóttir til Hinna (Noregi)


Selfoss:

Andrea Ýr Gústavsdóttir frá ÍBV
Anna Garðarsdóttir frá KR
Michele K. Dalton frá Bandaríkjunum
Tiana R. Brockway frá Bandaríkjunum

Arna Ómarsdóttir í HK/Víking (Breiðablik)
Bergþóra Gná Hannesdóttir í HK/Víking
Björg Magnea Ólafs í HK/Víking
Melanie Adelman til Bandaríkjanna
Nicole McClure til Sviss
Þóra Margrét Ólafsdóttir til Þýskalands


Þróttur R.:

Anna Birna Þorvarðardóttir frá Breiðabliki
Ásgerður Arna Pálsdóttir frá Breiðabliki (lán)
Margrét Guðný Vigfúsdóttir frá ÍR (Stjörnunni)
Mist Elíasdóttir frá Breiðabliki (lán)
Petrea Björt Sævarsdóttir frá Breiðabliki (lán)
Theresa Berman frá Bandaríkjunum

Alexandra Tóth í KR
Ólína K. Sigurgeirsdóttir í KR
Ragnheiður B. Magnúsdóttir í Fjarðabyggð (úr láni)


HK/Víkingur:

Arna Ómarsdóttir frá Selfossi (Breiðabliki)
Bergþóra Gná Hannesdóttir frá Selfossi
Björg Magnea Ólafs frá Selfossi
Diljá Ólafsdóttir frá Aftureldingu
Erla Steina Sverrisdóttir frá Val (lán)
Íris Dóra Snorradóttir frá Aftureldingu
Milena Pesic frá KR
Nicole McClure frá Sviss
Rachel Wood frá Bandaríkjunum

Katrín Ýr Árnadóttir til Ástralíu
Unnur Magnúsdóttir í Álftanes
Þórdís Edda Hjartardóttir í Álftanes

mbl.is