Slóvenar sóttu þrjú stig í Laugardalinn

Íslenska landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því slóvenska, 4:2, í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í þriðja sæti eftir tapið með níu stig en nú eru Slóvenar einnig komnir bakdyramegin í baráttuna.

Slóvenar komust yfir strax á elleftu mínútu eftir ágæta byrjun Íslands en íslensku strákarnir tóku forystuna með mörkum Birkis Bjarnasonar og Alfreðs Finnbogasonar sem skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Slóvenar fengu svo einnig víti fimm mínútum síðar og jöfnuðu metin, 2:2, og þannig stóð í hálfleik.

Bostjan Cesar kom Slóvenum svo yfir með skalla eftir hornspyrnu á 61. mínútu og Rene Krhin gerði svo út um leikinn með marki á 81. mínútu eftir þunga sókn Ísland sem gerði hvað það gat til að jafna leikinn.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Helgi Valur Daníelsson, Emil Hallfreðsson. Sókn: Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (m), Ögmundur Kristinsson (m), Hallgrímur Jónasson, Hjálmar Jónsson, Sölvi Geir Ottesen, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Smárason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Rúrik Gíslason, Eiður Smári Guðjohnsen.

Lið Slóveníu: (4-5-1) Mark: Samir Handanovic. Vörn: Miso Brecko, Branko Ilic, Bostjan Cesar, Bojan Jokic; Jasmin Kurtic. Miðja: Rene Krhin, Valter Birsa, Kevin Kampl, Andraz Kirm. Sókn: Millivoje Novakovic.
Varamenn: Jan Oblak (m), Jasmin Handanovic (m), Sinisa Andelkovic, Dejan Kelhar, Zlatko Dedic, Andraz Struna, Aleksander Radosavljevic, Ales Mertlj, Goran Cvijanovic, Dominok Maroh, Tim Matavz. 

Ísland 2:4 Slóvenía opna loka
90. mín. Andraz Struna (Slóvenía) kemur inn á
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert