Guðjón: Óli hét því að hjóla heim

„Við ætluðum að taka þrjú stig og tókum þau,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson sem gerði gæfumuninn fyrir Breiðablik í 2:1-sigrinum á Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Guðjón kom inn á sem varamaður á 60. mínútu, skoraði skömmu síðar og lagði upp seinna markið með aukaspyrnu.

„Þetta var kannski frekar dauft hjá okkur en það er seigla og gæði í okkar liði og mjög jákvætt að við næðum að klára þetta. Maður er aldrei sáttur með að vera á bekknum en þá þarf maður að vera tilbúinn þegar kallið kemur og ég reyndi að vera það,“ sagði Guðjón Pétur.

Guðjón greindi svo frá því að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson hefði heitið því að hjóla heim úr Reykjanesbæ færu Blikar með sigur af hólmi, og sagðist rétt ætla að vona að Ólafur stæði við það.

Nánar er rætt við Guðjón í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert