Ólafur Kristjáns fékk ráð frá þjálfara Hödd

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks mbl.is/Ómar

Breiðablik heldur Evrópuævintýri sínu áfram í Asíu-hluta Kasakstan í dag þar sem liðið mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Blikar hafa slegið út Santa Coloma frá Andorra og Sturm Graz frá Austurríki og enn ekki tapað leik í keppninni. Raunar hafa þeir ekki einu sinni fengið á sig mark í þeim fjórum leikjum sem búnir eru. Sú staðreynd ætti heldur ekki að minnka sjálfstraust Blika að þeir hafa ekki tapað í fimmtán leikjum í röð í öllum keppnum, þ.e. síðan liðið tapaði fyrir FH 21. maí.

Ljóst er að Aktobe hefur fulla burði til að binda enda á þessa taplausu hrinu Blika. Fyrir fjórum árum mætti liðið FH í forkeppni Meistaradeildarinnar og vann samtals 6:0-sigur. Síðan þá hefur liðið hins vegar breyst nokkuð en lausleg athugun sýnir að enn er um helmingur byrjunarliðsins sem mætti FH til staðar.

Sjá forspjall um viðureign Blika og Aktobe í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert