Sigurgangan heldur áfram

Íslenska U21 ára landsliðið í knattspyrnu hélt sigurgöngu sinni áfram í undankeppni Evrópumótsins en Íslendingar báru sigurorð af Kasakstan á Kópavogsvelli.

Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrra mark Íslendinga á 57. mínútu og það var síðan Emil Atlason sem innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði á 85. mínútu. Þetta var sjöunda mark Emils í undankeppninni og er hann markahæstur.

Íslendingar hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína í keppninni og eru í toppsætinu með 12 stig.

Ísland U-21 : (4-4-2) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Orri Sigurður Ómarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon Miðja: Jón Daði Böðvarsson, Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Ingvi Traustason Sókn: Emil Atlason, Kristján Gauti Emilsson
Varamarkmaður: Frederik Schram Varamenn: Hjörtur Hermannsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Tómas Óli Garðarsson , Gunnar Þorsteinsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Emil Pálsson.

Kasakstan: (4-4-2) Mark: Sergei Tkachuk Vörn: Kiril Passichnik, Bakdaulet Kozhabayev, Grirori Sartakov, Dmitri Miroshnichenko Miðja: Aleksandr Ulshin, Igor Pikalkin, Sayat Sariyev, Abzal Beisebekov Sókn: Bauyrzhan Islamkhan, Ilya Kalinin
Varamarkmaður: Stas Pokatilov Varamenn: Maksim Grek, Roman Murtazayev, Islambek Kuat, Alibek Ayaganov, Sherkhan Bayurzhan, Elvin Allayarov.

Ísland U21 2:0 Kasakstan opna loka
90. mín. Ísland U21 fær hornspyrnu +1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert