Þak á stúku er fásinna

Frá leik Þórs og FH á Þórsvelli í sumar. Hluti …
Frá leik Þórs og FH á Þórsvelli í sumar. Hluti af stúkunni góðu við völlinn er í baksýn. Skapti Hallgrímsson

Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir það vera hreina fásinnu að byggja þak yfir stúkuna á Þórsvelli fyrr 100 milljónir króna. Margt brýnna þurfi að gera í íþróttamálum í bænum.

Þetta segir Geir Kristinn í samtali við nordursport.net í dag. Þór hefur sem stendur undanþágu  frá leyfiskerfi KSÍ  til þess að leika heimaleiki sína í Pepsi-deild karla vegna þakleysisins. Undanþágan rennur í árslok og verði ekki veitt önnur undanþága fær Þór ekki leyfi til þess að leika heimaleiki sína í Pepsi-deildinni á vellinum á næsta sumri.

,,Nú er boltinn hjá KSÍ og þeir verða að taka ákvörðun um hvað þeir vilja gera. Mín skoðun er sú að KSÍ eigi að styðja félögin og bæjarfélögin í landinu í baráttu gegn þessum kröfum. Það er algjört brjálæði fyrir svona lítil sveitarfélög að standa í svona framkvæmdum, svona byggingar eiga ekki við hjá okkur. Ekkert vit er í samanburði á Þór og KA annarsvegar og svo stórum liðum úti í Evrópu hins vegar. Ég mun berjast gegn því að þessar reglugerðir knýi okkur til að fara í svona dýra framkvæmd,“ segir Geir Kristinn við nordursport.net. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert