Spennan var líka mikil fyrir 67 árum

Áhorfendur á Melavellinum 17. júlí 1946 en þar voru 10 …
Áhorfendur á Melavellinum 17. júlí 1946 en þar voru 10 þúsund manns samankomnir. Ljósmynd/Borgarskjalasafn

Um 10 þúsund manns verða á Laugardalsvellinum á leik Íslands og Króatíu í kvöld. Fyrir 67 árum mættu 10 þúsund manns á gamla Melavöllinn, aðal íþróttaleikvang Íslendinga á þeim árum, til að sjá annan stórviðburð en það var fyrsti landsleikur hins unga lýðveldis Íslands, 17. júlí árið 1946.

Andstæðingarnir voru fyrrum herraþjóðin Danir, sem komu siglandi til landsins með Dronning Alexanderine og fengu höfðinglegar móttökur á hafnarbakkanum í Reykjavík.

Borgarskjalasafn hefur í tilefni leiksins við Króatíu í kvöld tekið saman gott yfirlit yfir texta og myndir frá þessum leik gegn Dönum, sem svo tapaðist, 0:3. Þar má sjá tilvitnanir í fjölmiðla og skemmtilegar myndir af bréfaskriftum og auglýsingum sem tengdust leiknum. Þetta er á Facebook-síðu safnsins.

Umfjöllun Borgarskjalasafns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert