FIFA búið að kæra Simunic

Alfreð Finnbogason sækir gegn Josip Simunic í leiknum á þriðjudaginn.
Alfreð Finnbogason sækir gegn Josip Simunic í leiknum á þriðjudaginn. mbl.is/Golli

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur kært króatíska landsliðsmanninn Josip Simunic fyrir að hafa látið stuðningsmenn kyrja með sér þekkta kveðju fasistahreyfingar eftir sigurinn gegn Íslendingum  í umspili um sæti á HM í Zagreb á þriðjudaginn.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að Simunic, sem er 35 ára gamall og fyrirliði Dinamo Zagreb, hafi verið kærður fyrir athæfið en í gær var hann sektaður af saksóknara í Króatíu um upphæð sem jafngildir 525 þúsund krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert