„Bara ef það hentar mér“

Utanbæjarfélögin hafa meira svigrúm til að prófa nýja menn en …
Utanbæjarfélögin hafa meira svigrúm til að prófa nýja menn en Reykjavíkurfélögin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Bara ef það hentar mér,“ sungu Stuðmenn um árið. Einhverra hluta vegna flaug þessi grípandi laglína í gegnum hugann í vikunni þegar ég heyrði formann Knattspyrnufélagsins Þróttar verja þá ákvörðun félagsins að tefla fram sjö ólöglegum leikmönnum í leik gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu á dögunum.

„Þetta þjónaði hagsmunum Þróttar,“ sagði formaðurinn í viðtali við RÚV, spurður út í ástæður þess að lið hans hefði mætt til leiks og verið búið að tapa honum 0:3 fyrirfram.

Þessir sjömenningar sem klæddust Þróttarbúningnum í umræddum leik voru allir til reynslu hjá félaginu og í þeim hópi voru leikmenn frá Englandi og Bandaríkjunum, ásamt íslenskum strákum úr ýmsum áttum.

Vissulega má segja að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Það er hárrétt hjá Þrótturum að Reykjavíkurfélögin hafa ekkert svigrúm til þess að skoða leikmenn þegar komið er framyfir áramót, nema með því að nota þá ólöglega í Reykjavíkurmótinu.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert