Andrea með þrennu gegn Færeyingum

Íslensku stúlkurnar fyrir einn leikjanna í mótinu.
Íslensku stúlkurnar fyrir einn leikjanna í mótinu. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu, U17 ára, vann öruggan sigur á Færeyingum, 5:1, í lokaumferð undirbúningsmóts UEFA í Belfast á Norður-Írlandi í dag.

Andrea Celeste Thorisson, leikmaður sænsku meistaranna FC Rosengård, skoraði þrjú fyrstu mörk íslenska liðsins á fyrstu 25 mínútum leiksins en staðan var 3:1 í hálfleik. Elena Brynjarsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir bættu síðan við tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleikinn.

Íslenska liðið fékk 6 stig í þremur leikjum í mótinu. en það hafði áður unnið Wales 4:0 og tapað 0:2 fyrir Norður-Írum. Norður-Írland og Wales eru að spila lokaleikinn en Norður-Írar eru með 6 stig og Walesbúar 3. Vinni Wales leikinn stendur íslenska liðið uppi sem sigurvegari á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert