Valur komst í undanúrslitin

Elín Metta Jensen framherji Vals.
Elín Metta Jensen framherji Vals. mbl.is/Golli

Valur bar sigurorð af Breiðabliki, 4:2, í lokaleiknum í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í dag.

Með sigrinum náði Valur að vinna sér sæti í undanúrslitunum þar sem liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Breiðablik og Þór/KA.

Þetta var fyrsti tapleikur Breiðabliks en liðið hlaut 12 stig í efsta sæti, Stjarnan varð í öðru sæti með 9 stig, Valur 8 og Þór 7. ÍBV fékk 6 stig og hefur lokið keppni eins og Selfoss sem fékk eitt stig.

Undanúrslitaleikirnir fara fram á miðvikudaginn kemur, 23. apríl, og úrslitaleikurinn verður í Egilshöllinni sunnudaginn 27. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert