Guðbjörg lék ekki í Meistaradeildinni

Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Potsdam í Meistaradeildinni í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Potsdam í Meistaradeildinni í dag. mbl.is

Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu var ekki í byrjunarliði þýska félagsins Turbine Potsdam í dag sem gerði markalaust jafntefli gegn Wolfsburg í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Guðbjörg á í baráttu við Ann-Katrin Berger um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Potsdam og Berger lék í marki Potsdam í dag.

Leikið var á heimavelli Potsdam í dag, en síðari leikurinn er sunnudaginn 27. apríl á heimavelli Wolfsburg. Liðið sem hefur betur samanlagt í leikjunum tveimur mætir svo annað hvort Tyresö eða Birmingham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert