Telja Ólaf á leið til Nordsjælland

Ólafur H. Kristjánsson fylgist með Breiðabliki í leik í Lengjubikarnum …
Ólafur H. Kristjánsson fylgist með Breiðabliki í leik í Lengjubikarnum á dögunum. mbl.is/Ómar

Ólafur H. Kristjánsson kemur inn í þjálfarateymi danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland, samkvæmt BT, en í gærkvöld var upplýst að hann væri að óbreyttu á förum frá Breiðabliki til að taka við dönsku liði.

BT segir í netútgáfu sinni að samkvæmt sínum heimildum séu viðræður við Ólaf langt komnar og hann verði til að byrja með hluti af sjö manna þjálfarateymi liðsins, en með það að markmiði að hann taki síðan við sem aðalþjálfari þess.

BT segir að Ólafur teljist til góðvina forráðamanna Nordsjælland þar sem hann hafi aðstoðað þá við undirbúnig fyrir leiki í  Meistaradeild Evrópu og samkvæmt heimildum sé hann góður vinur núverandi aðalþálfara, Kaspers Hjulmands.

Ólafur lék á sínum tíma með AGF í þrjú ár í dönsku úrvalsdeildinni og var síðan aðstoðarþjálfari þar í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert