Félagaskipti í íslenska fótboltanum

Hermann Hreiðarsson er búinn að taka fram skóna á ný …
Hermann Hreiðarsson er búinn að taka fram skóna á ný og samdi við Fylki. mbl.is/Ómar

Íslenski félagaskiptaglugginn í fótboltanum var opinn frá 21. október og til miðnættis í gærkvöld, 15. maí.

Mbl.is hefur fylgst vel með félagaskiptum að vanda, í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna, og öll leikmannaskipti liðanna eru hér fyrir neðan og hafa verið uppfærð jafnt og þétt.

Hér eru helstu félagaskiptin til og frá liðunum í þessum þremur deildum síðustu daga en ljóst er að mörg þeirra sem voru frágengin á síðustu stundu eru ekki staðfest fyrr en í dag. Þessi frétt verður því uppfærð áfram í dag.

Á listanum fyrir neðan má svo sjá allar breytingar hjá liðunum í þessum þremur deildum.

Nýjustu fréttir:
* 16.5. - Fjölnismenn hafa lánað sóknarmanninn Ágúst Örn Arnarson til 1. deildarliðs Selfyssinga. Ágúst er við nám í Bandaríkjunum og lék 11 leiki með Fjölni í 1. deildinni í fyrra.
* 16.5. - Björn Jónsson, sem hætti hjá KR síðasta sumar vegna meiðsla, er genginn til liðs við 4. deildarliðið Kára á Akranesi.
* 16.5. - Ítölsk landsliðskona, Marta Carissimi, er komin til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hún kemur frá Bardolino og lék lengi með Torino en hún er 27 ára miðjumaður.
* 16.5. - Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði sem var þjálfari og leikmaður ÍBV í fyrra, er kominn í raðir Fylkismanna.
* 16.5. - Agnes Þóra Árnadóttir sem hefur leikið með KR hingað til og á að baki 67 leiki og 9 mörk í efstu deild, er gengin til liðs við Val.
* 15.5. - Breiðablik hefur lánað framherjann Stefán Þór Pálsson til 1. deildarliðs KA. Stefán, sem er 19 ára, var í láni hjá Grindvíkingum í fyrra og skoraði þá 10 mörk fyrir þá í 1. deildinni.
* 15.5. - Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir er komin aftur til Breiðabliks eftir að hafa leikið í hálft annað ár í norsku úrvalsdeildinni, með Kolbotn í fyrra og með Arna-Björnar í fyrstu fjórum umferðunum í ár.
* 15.5. - Shawn Nicklaw, landsliðsmaður Gvam, hefur fengið leikheimild með Þórsurum og getur því spilað með þeim í fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar. Nicklaw kemur frá bandaríska C-deildarliðinu Wilmington.
* 15.5. - Breiðablik hefur lánað Esther Rós Arnarsdóttur, sem skoraði 11 mörk fyrir U17 ára landslið Íslands á síðasta ári, til 1. deildarliðs Fjölnis. Esther lék 6 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.
* 15.5. - Þórsarar hafa lánað framherjann Ingólf Árnason til 2. deildarliðs Hugins á Seyðisfirði. Ingólfur hefur verið í hópi Þórsara í þremur fyrstu leikjunum í Pepsi-deildinni.
* 15.5. - Miðjumaðurinn Zlatko Krickic, sem hefur leikið með yngri landsliðum bæði Serbíu og Íslands og spilað með HK, ÍA og Leikni R., er genginn til liðs við 1. deildarlið Hauka en hann lék með serbnesku liði í vetur.
* 15.5. - Björk Björnsdóttir, markvörður úr Val, sem lék með Avaldsnes í Noregi 2012 og áður með Fylki, er gengin til liðs við 1. deildarlið HK/Víkings.
* 15.5. - Víkingar í Reykjavík hafa fengið leikheimild fyrir skoska framherjann Mark Taylor. Hann er tvítugur og kemur til þeirra frá utandeildaliðinu Lanark United.
* 15.5. - Valsmenn hafa endurheimt danska framherjann Patrick Pedersen sem lék með þeim seinnipart síðasta tímabils. Hann kemur til þeirra frá B-deildarliðinu Vendsyssel og er kominn með leikheimild.
* 14.5. - Fjórðudeildarlið KFS frá Vestmannaeyjum hefur fengið enn einn reynsluboltann því Sigurvin Ólafsson, fyrrum leikmaður Fylkis, ÍBV, KR, Fram og FH, er kominn þangað. Sigurvin spilaði með KV síðasta sumar.
* 14.5. - Magnús Otti Benediktsson, tvítugur kantmaður úr KR, er genginn til liðs við Fylki. Hann hefur æft með Crystal Palace undanfarnar vikur en lék með 2. flokki KR í fyrra og hefur spilað með meistaraflokki félagsins í vetrarmótunum.
* 14.5. - Karen Nóadóttir, einn af reyndustu leikmönnum Þórs/KA, er búin að skipta aftur í Akureyrarfélagið eftir að hafa leikið í Danmörku undanfarna mánuði.
* 14.5. - Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis undanfarin ár, verður lögleg með Árbæjarliðinu á ný á morgun en hún hefur leikið með Mossen í Svíþjóð undanfarna mánuði.
* 14.5. - Maria Selma Haseta, leikmaður U19 ára landsliðs stúlkna, er komin til liðs við FH frá Sindra á Hornafirði.
* 14.5. - Fyrstudeildarlið KA hefur fengið til sín Karsten Smith, 25 ára bandarískan varnarmann, sem lék 16 leiki með VPS í finnsku úrvalsdeildinni á síðasta ári. Hann lék áður með liðum í San Antonio og New York í bandarísku C-deildinni.
* 14.5. - Bakvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson er kominn með leikheimild með Breiðabliki. Hann sneri aftur heim frá Hönefoss í Noregi í vetur en hefur verið frá keppni vegna meiðsla.
* 13.5. - Fyrstudeildarlið BÍ/Bolungarvíkur hefur fengið til sín 26 ára hollenskan miðjumann, Sourosh Amani. Hann kemur frá Victoria Highlanders í Kanada en lék áður í Sviss, Bandaríkjunum og í Hollandi.
* 13.5. - Enskur miðjumaður, Laken Duchar-Clark, er komin til liðs við kvennalið ÍA, nýliðana í Pepsi-deildinni. Hún er 23 ára og hefur spilað með bandarísku háskólaliði.
* 13.5. - Daninn Mark Tubæk er kominn til BÍ/Bolungarvíkur í láni frá Marienlyst í Danmörku til 31. júlí. Tubæk lék með Þór í úrvalsdeildinni í fyrra og með BÍ/Bolungarvík seinni hlutann 2012. Hann er löglegur frá og með morgundeginum.
* 12.5. - Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og nú detta erlendu knattspyrnukonurnar inn hver á fætur annarri. Í dag er Meagan Kelly komin til Stjörnunnar, Caitlin Updyke til ÍA, Helen Lynskey til Aftureldingar og markvörðurinn Alexa Gaul til Selfoss. Þær koma allar frá Bandaríkjunum.
* 12.5. - FH hefur lánað bakvörðinn Aron Lloyd Green til 1. deildarliðs Þróttar. Aron lék sem lánsmaður með HK í 2. deildinni á síðasta tímabili.
* 12.5. - Kvennalið Aftureldingar hefur fengið varnarmanninn reynda Lilju Dögg Valþórsdóttur lánaða frá Breiðabliki.
* 12.5. - Varnarmaðurinn Andri Geir Alexandersson sem hefur leikið með Skagamönnum undanfarin ár er genginn til liðs við 1. deildarlið HK.
* 10.5. - Framherjinn reyndi Björgólfur Takefusa, sem hefur skorað 83 mörk í efstu deild, er genginn til liðs við Fram og gæti spilað næsta leik, gegn Þór. Björgólfur lék síðast með Val en ekkert frá því fyrripart sumars 2013.


PEPSI-DEILD KARLA

KR

Almarr Ormarsson frá Fram
Farid Zato frá Víkingi Ó.
Gonzalo Balbi frá KV
Ivan Furu frá Molde (Noregi) (lán)
Sindri Snær Jensson frá Val (lék ekkert 2013)
Stefán Logi Magnússon frá Ull/Kisa (Noregi)

Andri Ólafsson í Grindavík
Bjarni Guðjónsson, hættur (þjálfari Fram)
Björn Jónsson í Kára
Björn Þorláksson í KV (lán)
Brynjar Björn Gunnarsson, hættur (aðstoðarþjálfari Stjörnunnar)
Hannes Þór Halldórsson í Sandnes Ulf (Noregi)
Jonas Grönner í Brann (Noregi) (úr láni)
Kristófer Eggertsson í KV (lán)
Magnús Otti Benediktsson í Fylki
Rúnar Alex Rúnarsson í Nordsjælland (Danmörku)


FH

Aron Lloyd Green frá HK (úr láni - lánaður í Þrótt R.)
Kassim Doumbia frá Waasland-Beveren (Belgíu)
Kristján Finnbogason frá Fylki
Sam Hewson frá Fram
Sean Reynolds frá VSI Tampa Bay (Bandaríkjunum)
Steinar Aron Magnússon frá Hetti

Björn Daníel Sverrisson í Viking (Noregi)
Daði Lárusson hættur
Dominic Furness í Ljungskile (Svíþjóð)
Einar Karl Ingvarsson í Fjölni (lán)
Emil Stefánsson í Fjarðabyggð (lán)
Freyr Bjarnason hættur
Guðmann Þórisson í Mjällby (Svíþjóð)
Ingimar Elí Hlynsson í ÍA
Viktor Örn Guðmundsson í Fylki


Stjarnan

Arnar Már Björgvinsson frá Breiðabliki
Hilmar Þór Hilmarsson frá Fjölni (úr láni)
Jeppe Hansen frá OB (Danmörku)
Niclas Vemmelund frá OB (Danmörku)
Pablo Punyed frá Fylki

Arnar Darri Pétursson í Víking Ó. (lán)
Darri Steinn Konráðsson í Víking R.
Gunnar Örn Jónsson í Fylki
Halldór Orri Björnsson í Falkenberg (Svíþjóð)
Jóhann Laxdal í Ull/Kisa (Noregi)
Kennie Chopart í Arendal (Noregi)
Robert Sandnes í Start (Noregi)
Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram


Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Hönefoss (Noregi)
Damir Muminovic frá Víkingi Ó.
Jordan Halsman frá Fram
Páll Olgeir Þorsteinsson frá Víkingi R. (úr láni)
Stefán Gíslason frá OH Leuven (Belgíu)
Stefán Þór Pálsson frá  Grindavík (úr láni - lánaður til KA)

Arnar Már Björgvinsson í Stjörnuna
Atli Fannar Jónsson í ÍBV
Gísli Eyjólfsson í Hauka (lán)
Ingiberg Ólafur Jónsson í Fram
Jökull I. Elísabetarson í ÍBV
Kristinn Jónsson í Brommapojkarna (Svíþjóð) (lán)
Nichlas Rohde í AB (Danmörku)
Ósvald Jarl Traustason í Fram
Rafn Andri Haraldsson í Þrótt R.
Renee Troost í Rijnsburgse Boys (Hollandi)
Sindri Snær Magnússon í Keflavík
Sverrir Ingi Ingason í Viking (Noregi)
Viggó Kristjánsson í Gróttu
Vignir Jóhannesson í Selfoss
Þórður Steinar Hreiðarsson í Locarno (Sviss)


Valur

Anton Ari Einarsson frá Aftureldingu (lánaður til Tindastóls)
Gunnar Gunnarsson frá Gróttu
Halldór Hermann Jónsson frá Fram
James Hurst frá Crawley (Englandi)
Kolbeinn Kárason frá Flekkeröy (Noregi) (úr láni)
Kristinn Ingi Halldórsson frá Fram
Mads Nielsen frá Bröndby (Danmörku)
Patrick Pedersen frá Vendsyssel (Danmörku)

Andri Sigurðsson í Ægi (lán)
Björgólfur Takefusa í Fram
Breki Bjarnason í Ægi (lán)
Guðmundur Þór Júlíusson í Fjölni (úr láni)
Jónas Tór Næs í EB/Streymur (Færeyjum)
Matthías Guðmundsson í Hauka
Stefán Ragnar Guðlaugsson í Fylki

ÍBV

Abel Dhaira frá Simba (Tansaníu)
Atli Fannar Jónsson frá Breiðabliki
Dean Martin frá ÍA
Dominic Adams frá Colorado Rapids (Bandaríkjunum)
Jonathan Glenn frá Jacksonville United (Bandaríkjunum)
Jökull I. Elísabetarson frá Breiðabliki

Aron Spear í BÍ/Bolungarvík
Aziz Kemba í félag í Úganda
Bradley Simmonds í enskt félag
David James, hættur
Gunnar Már Guðmundsson í Fjölni
Hermann Hreiðarsson í Fylki
Jón Gísli Ström í ÍR
Ragnar Pétursson í Þrótt R.
Tonny Mawejje í Haugesund (Noregi)


Fylkir

Andrew Sousa frá Ottawa Fury (Kanada)
Andrés Már Jóhannesson frá Haugesund (Noregi)
Björn Hákon Sveinsson frá KF
Gunnar Örn Jónsson frá Stjörnunni
Hermann Hreiðarsson frá ÍBV
Magnús Otti Benediktsson frá KR
Ragnar Bragi Sveinsson frá Kaiserslautern (Þýskalandi)
Ryan Maduro frá Real Boston Rams (Bandaríkjunum)
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Val
Viktor Örn Guðmundsson frá FH

Andri Már Hermannsson í Selfoss
Andri Þór Jónsson í New Orleans Jesters
Árni Freyr Guðnason í ÍH
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í GAIS (Svíþjóð)
Egill Trausti Ómarsson í Aftureldingu (lán)
Emil Berger í Örebro (Svíþjóð) (úr láni)
Guy Roger Eschmann í svissneskt félag
Kristján Finnbogason í FH
Pablo Punyed í Stjörnuna
Rúrik Andri Þorfinnsson í Augnablik
Sverrir Garðarsson í KFS
Viðar Örn Kjartansson í Vålerenga (Noregi)


Þór

Arnþór Hermannsson frá Völsungi
Halldór Orri Hjaltason frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Hjörtur Geir Heimisson frá Magna
Ingólfur Árnason frá Dalvík/Reyni (úr láni - lánaður í Hugin)
Kristinn Þór Björnsson frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Kristinn Þór Rósbergsson frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Sándor Matus frá KA
Shawn Nicklaw frá Wilmington (Bandaríkjunum)
Þórður Birgisson frá KF

Baldvin Ólafsson í KA
Baldvin Rúnarsson í Magna (lán)
Edin Beslija í KF
Joshua Wicks í AFC United (Svíþjóð)
Mark Tubæk í Marienlyst (Danmörku)
Srdjan Rajkovic í KA
* Andri Hjörvar Albertsson, Janez Vrenko og Jóhann Þórhallsson hafa ekki æft með Þórsliðinu.


Keflavík

Eyþór Ingi Einarsson frá Njarðvík (úr láni)
Jonas Sandqvist frá Örebro (Svíþjóð)
Paul McShane frá Aftureldingu
Sindri Snær Magnússon frá Breiðabliki
Theodór Guðni Halldórsson frá Njarðvík (úr láni)

Arnór Ingvi Traustason í Norrköping (Svíþjóð)
Aron Elís Árnason í Reyni S. (úr láni)
Benis Krasniqi í KV
Bergsteinn Magnússon í Selfoss
Grétar Atli Grétarsson í KFG
Ísak Örn Þórðarson í Víði
Jón Tómas Rúnarsson í Njarðvík (lán)
Magnús Þór Magnússon í Njarðvík (lán)
Marjan Jugovic í Zvijezda Gradacac (Bosníu)


Fram

Alexander Már Þorláksson frá ÍA
Arnþór Ari Atlason frá Þrótti R.
Ásgeir Marteinsson frá HK
Björgólfur Takefusa frá Val
Einar Bjarni Ómarsson frá KV
Einar Már Þórisson frá KV
Guðmundur Magnússon frá Víkingi Ó.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Hafsteinn Briem frá Haukum
Hafþór Mar Aðalgeirsson frá Völsungi (lánaður í Selfoss)
Hörður Fannar Björgvinsson frá Stjörnunni
Ingiberg Ólafur Jónsson frá Breiðabliki
Jóhannes Karl Guðjónsson frá ÍA
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki
Tryggvi Sveinn Bjarnason frá Stjörnunni

Alan Lowing í Víking R.
Almarr Ormarsson í KR
Andri Freyr Sveinsson í KF
Halldór Hermann Jónsson í Val
Hólmbert Aron Friðjónsson í Celtic (Skotlandi)
Jon André Röyrane í norskt lið
Jordan Halsman í Breiðablik
Jón Gunnar Eysteinsson í HK
Kristinn Ingi Halldórsson í Val
Ólafur Örn Bjarnason hættur (þjálfari Fyllingdalen í Noregi)
Sam Hewson í FH


Fjölnir

Christopher Tsonis frá Tindastóli
Einar Karl Ingvarsson frá FH (lán)
Guðmundur Þór Júlíusson frá Val (úr láni)
Gunnar Már Guðmundsson frá ÍBV
Gunnar Valur Gunnarsson frá KA
Júlíus Orri Óskarsson frá ÍR (úr láni)

Ágúst Örn Arnarson í Selfoss (lán)
Geir Kristinsson í Selfoss
Hallgrímur Andri Jóhannsson í Aftureldingu (lán)
Hilmar Þór Hilmarsson í Stjörnuna (úr láni)
Kolbeinn Kristinsson í Selfoss
Ómar Hákonarson í Vængi Júpíters


Víkingur R.

Agnar Darri Sverrisson frá Magna (úr láni)
Alan Lowing frá Fram
Darri Steinn Konráðsson frá Stjörnunni
Henry Monaghan frá Clyde (Skotlandi)
Mark Taylor frá Lanark United (Skotlandi)
Ómar Friðriksson frá KA
Sigurður Hrannar Björnsson frá Tindastóli
Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti R.
Todor Hristov frá Akademik Svishtov (Búlgaríu)

Axel Kári Vignisson í HK (lán)
Ágúst Freyr Hallsson í Ægi (lán)
Davíð Örn Atlason í Dalvík/Reyni (lán)
Gunnar Helgi Steindórsson í Pensacola FC (Bandaríkjunum)
Hjörtur J. Hjartarson í ÍA
Jovan Kujundzic í Hött (lán)
Kristinn Jens Bjartmarsson í KV
Páll Olgeir Þorsteinsson í Breiðablik (úr láni)

1. DEILD KARLA


Víkingur Ó.

Alejandro Abarca frá Acero (Spáni)
Anton Jónas Illugason frá Grundarfirði (úr láni)
Arnar Darri Pétursson frá Stjörnunni (lán)
Denny Herzig frá Bayer Leverkusen (Þýskalandi)
Kemal Cesa frá Mladost Doboj-Kakanj (Bosníu)
Kristinn Magnús Pétursson frá Grundarfirði (úr láni)

Damir Muminovic í Breiðablik
Farid Zato í KR
Guðmundur Magnússon í Fram
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Fram
Juan Manuel Torres í spænskt félag
Kiko Insa í FK Ventspils (Lettlandi)
Sergio Lloves í spænskt félag


ÍA

Arnór Snær Guðmundsson frá Aftureldingu
Darren Lough frá KA
Hjörtur J. Hjartarson frá Víkingi R.
Ingimar Elí Hlynsson frá FH
Jón Björgvin Kristjánsson frá KF (úr láni)
Páll Sindri Einarsson frá KF (úr láni)
Teitur Pétursson frá KF (úr láni)
Wentzel Steinarr Kamban frá Aftureldingu

Alexander Már Þorláksson í Fram
Andri Geir Alexandersson í HK
Aron Ýmir Pétursson í Þrótt R.
Dean Martin í ÍBV
Héctor Pena í Leikni F.
Joakim Wrele í Halmstad (Svíþjóð) (úr láni)
Jorge Corella í spænskt félag
Joshua Watt í Stenhousemuir (Skotlandi)
Jóhannes Karl Guðjónsson í Fram
Kári Ársælsson í BÍ/Bolungarvík
Maksims Rafalskis í lettneskt félag
Theodore Furness í Billingham (Englandi)
Thomas Sörensen í Lyngby (Danmörku)


Haukar

Alexander Freyr Sindrason frá Fyllingdalen (Noregi)
Andri Gíslason frá FH (lék með Gróttu 2013)
Gísli Eyjólfsson frá Breiðabliki (lán)
Ísak Örn Einarsson frá ÍH (úr láni)
Marteinn Gauti Andrason frá Ægi
Matthías Guðmundsson frá Val
Zlatko Krickic frá serbnesku félagi

Björgvin Stefánsson í BÍ/Bolungarvík
Hafsteinn Briem í Fram
Magnús Þór Gunnarsson í BÍ/Bolungarvík (lán)


Grindavík

Andri Ólafsson frá KR
Einar Helgi Helgason frá Þrótti V. (úr láni)
Joe Yoffe frá Selfossi
Michael J. Jónsson frá Reyni S.
Milos Jugovic frá austurrísku félagi
Tomislav Misura frá Beijing Baxy (Kína)

Denis Sytnik í úkraínskt félag
Guðfinnur Þ. Ómarsson í Ármann (lán)
Igor Stanojevic í serbneskt félag
Jóhann Helgason í KA
Stefán Þór Pálsson í Breiðablik (úr láni)


BÍ/Bolungarvík

Aaron Spear frá ÍBV
Andreas Pachipis frá Blackpool (Englandi)
Björgvin Stefánsson frá Haukum
David Sinclair frá Airdrieonians (Skotlandi)
Fabian Broich frá þýsku félagi
Kári Ársælsson frá ÍA
Magnús Þór Gunnarsson frá Haukum (lán)
Mark Tubæk frá Marienlyst (Danmörku) (lán)
Quincy Osei frá Kajaani (Finnlandi)
Sourosh Amani frá Victoria Highlanders (Kanada)

Alexander Veigar Þórarinsson í Þrótt R.
Axel Sveinsson í Hörð
Ben J. Everson í sænskt félag
Bjarki Pétursson í Reyni S.
Daniel Osafo-Badu í Magna
Dennis Nielsen í norskt félag
Michael Abnett í enskt félag
Ingimar Elí Hlynsson í FH (úr láni)
Pétur Georg Markan í Hörð
Theodore  Furness í ÍA (úr láni)


KA

Arsenij Buinickij frá Levadia Tallinn (Eistlandi)
Baldvin Ólafsson frá Þór
Gunnar Már Magnússon frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Hrannar Björn Steingrímsson frá Völsungi
Jóhann Helgason frá Grindavík
Karsten Smith frá VPS (Finnlandi)
Kristján Freyr Óðinsson frá Selfossi (úr láni)
Srdjan Rajkovic frá Þór
Stefán Þór Pálsson frá Breiðabliki (lán)

Andrés Vilhjálmsson í Nökkva
Bessi Víðisson í Dalvík/Reyni (lán)
Bjarki Baldvinsson í Völsung
Brian Gilmour í Ayr (Skotlandi)
Carsten Pedersen í danskt félag
Darren Lough í ÍA
Fannar Freyr Gíslason í Tindastól
Gunnar Valur Gunnarsson í Fjölni
Ivan Dragicevic í Borac Banja Luka (Bosníu)
Jakob Hafsteinsson í KF (lán)
Mads Rosenberg í B68 (Færeyjum)
Ómar Friðriksson í Víking R.
Sándor Matus í Þór


Leiknir R.

Arnar Freyr Ólafsson frá Fjölni (lán)
Brandon Scott frá bandarísku liði
Edvard Börkur Óttharsson frá Val (lék með Tindastóli 2013)
Eiríkur Ingi Magnússon frá KF
Hrannar Bogi Jónsson frá Leikni F.
Magnús Már Einarsson frá Aftureldingu
Matthew Horth frá New England Revolution (Bandaríkjunum)

Egill Atlason í Reyni S.
Helgi Óttarr Hafsteinsson í Berserki
Karl Oliyide í enskt félag
Ósvald Jarl Traustason í Breiðablik (úr láni)
Pétur Már Harðarson í Gróttu
Pétur Örn Svansson í Lummuna
Stefán Birgir Jóhannesson í Njarðvík (lán)


Selfoss

Andri Már Hermannsson frá Fylki
Ágúst Örn Arnarson frá Fjölni (lán)
Bergsteinn Magnússon frá Keflavík
Elton Livramento frá Mindelense (Grænhöfðaeyjum)
Geir Kristinsson frá Fjölni
Hafþór Mar Aðalgeirsson frá Fram (lán)
Hamza Zakari frá Eupen (Belgíu)
Josep Tillen frá Val (lék ekkert 2013)
Kolbeinn Kristinsson frá Fjölni
Pálmi Þór Ásbergsson frá Ægi (úr láni)
Vignir Jóhannesson frá Breiðabliki (lék með Njarðvík 2013)

Bernard Petrus Brons í norskt félag
Ingólfur Þórarinsson í Hamar
Javier Zurbano í spænskt félag
Joe Yoffe í Grindavík
Juan Povedano í spænskt félag
Kristján Freyr Óðinsson í KA (úr láni)
Markús Árni Vernharðsson í KFR (lán)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson  í Ægi
Sindri Pálmason í danskt félag
Sindri Snær Magnússon í Breiðablik (úr láni)


Tindastóll

Anton Ari Einarsson frá Val (lán)
Arnar Skúli Atlason frá Hamri (úr láni)
Árni Einar Adolfsson frá Hamri (úr láni)
Benjamín J. Gunnlaugarson frá Hamri (úr láni)
Bjarki Már Árnason frá Magna
Bjarni Smári Gíslason frá Magna (úr láni)
Fannar Freyr Gíslason frá KA
Ívar Guðlaugur Ívarsson frá KA (lék með Magna 2013)
Jose Figura frá ensku félagi
Kristinn J. Snjólfsson frá Reyni S.
Mark Magee frá bandarísku félagi
Óskar Smári Haraldsson frá Hamri (úr láni)
Stefán Hafsteinsson frá Hamri (úr láni)

Arnar Sigurðsson í Gróttu
Atli Fannar Jónsson í Breiðablik (úr láni)
Árni Arnarson í HK
Chris Harrington í írskt félag
Christoper P. Tsonis í Fjölni
Edvard Börkur Óttharsson í Val (úr láni)
Jordan A. Branco í bandarískt félag
Sebastian Furness í enskt félag
Ruben Resendes í bandarískt félag
Sigurður Hrannar Björnsson í Víking R.
Steven Beattie í írskt félag


Þróttur R.

Alexander Veigar Þórarinsson frá BÍ/Bolungarvík
Aron Lloyd Green frá FH (lán)
Aron Ýmir Pétursson frá ÍA
Erlingur Jack Guðmundsson frá Gróttu (úr láni)
Gunnar Oddgeir Birgisson frá Njarðvík
Heiðar Geir Júlíusson frá Uddevalla (Svíþjóð) - lánaður til HamKam (Noregi)
Hermann Ágúst Björnsson frá Hamri (úr láni)
Kristján Einar Auðunsson frá Hamri (úr láni)
Matthew Eliason frá Bandaríkjunum
Rafn Andri Haraldsson frá Breiðabliki
Ragnar Pétursson frá ÍBV

Arnþór Ari Atlason í Fram
Davíð Sigurðsson í Reyni S.
Denis Sytnik í Grindavík (úr láni)
Geir Kristinsson í Fjölni (úr láni)
Haukur Hinriksson í Þrótt V.
Ingiberg Ólafur Jónsson í Breiðablik (úr láni)
Sveinbjörn Jónasson í Víking R.
Viktor Unnar Illugason í HK


HK

Andri Geir Alexandersson frá ÍA
Axel Lárusson frá Aftureldingu
Axel Kári Vignisson frá Víkingi R. (lán)
Árni Arnarson frá Tindastóli
Elmar Bragi Einarsson frá Hetti
Jón Gunnar Eysteinsson frá Fram
Steindór Snær Ólason frá Breiðabliki (lán)
Viktor Unnar Illugason frá Þrótti R.
Viktor Örn Margeirsson frá Breiðabliki (lán)

Aron Lloyd Green í FH (úr láni)
Ásgeir Marteinsson í Fram
Birgir Ólafur Helgason í Aftureldingu
Bogi Rafn Einarsson í Þrótt V.
Finnbogi Llorens í Skallagrím
Gunnar Páll Pálsson í Hamar
Kristján Atli Marteinsson í Fjarðabyggð
Stefán Eggertsson í Augnablik
Sverrir Þór Garðarsson í Ægi
Sölvi Víðisson í Hamar
Tryggvi Guðmundsson í KFS


KV

Benis Krasniqi frá Keflavík
Björn Þorláksson frá KR (lán)
Garðar Ingi Leifsson frá ÍH
Gunnar Wigelund frá Reyni S.
Kristinn Jens Bjartmarsson frá Víkingi R.
Kristófer Eggertsson frá KR (lán)
Ólafur Örn Eyjólfsson frá Víkingi R. (lán)
Sigurður Andri Jóhannsson frá KR (lán)
Vignir Daníel Lúðvíksson frá Hamri

Einar Bjarni Ómarsson í Fram
Einar Már Þórisson í Fram
Sigurvin Ólafsson í KFS

PEPSI-DEILD KVENNA


Stjarnan

Lára Kristín Pedersen frá Aftureldingu
Maegan Kelly frá Bandaríkjunum
Marta Carissimi frá Bardolino (Ítalíu)
Sigrún Ella Einarsdóttir frá FH

Eyrún Guðmundsdóttir í Sunnanå (Svíþjóð)
Helga Franklínsdóttir í Fjölni (lán)
Kristín Ösp Sigurðardóttir í Hauka (úr láni)
Megan Anne Lindsay í finnskt félag
Megan Manthey í bandarískt félag
Soffía A. Gunnarsdóttir í Jitex (Svíþjóð)


Valur

Agnes Þóra Árnadóttir frá KR
Birna Kristjánsdóttir frá Breiðabliki (lánuð til ÍR)
Gígja Valgerður Harðardóttir frá Þór/KA
Ingunn Haraldsdóttir frá Aftureldingu (úr láni)
Katla Rún Arnórsdóttir frá Selfossi (úr láni - lánuð til Aftureldingar)
Rebekka Sverrisdóttir frá KR
Svana Rún Hermannsdóttir frá Selfossi (úr láni)

Björk Björnsdóttir í HK/Víking
Dagný Brynjarsdóttir í Selfoss
Embla S. Grétarsdóttir í KR
Telma Ólafsdóttir í Älta (Svíþjóð)
Thelma Björk Einarsdóttir í Selfoss

ÍBV

Kim Dolstra frá ADO Den Haag (Hollandi)

Elísa Viðarsdóttir í Kristianstad (Svíþjóð)
Hlíf Hauksdóttir í Val (úr láni)
Rosie Sutton í ástralskt félag


Þór/KA

Freydís Anna Jónsdóttir frá Þrótti R.
Roxanne Barker frá suður-afrísku félagi

Arna Benný Harðardóttir í Hamrana (lán)
Ágústa Kristinsdóttir í Hamrana (lán)
Elva Marý Baldursdóttir í Hamrana
Gígja Valgerður Harðardóttir í Val
Helena Jónsdóttir í Fjölni
Inga Dís Júlíusdóttir í Breiðablik
Mateja Zver í slóvenskt félag


Breiðablik

Fanndís Friðriksdóttir frá Arna-Björnar (Noregi)
Halla Margrét Hinriksdóttir frá Aftureldingu (lánuð til ÍA)
Inga Dís Júlíusdóttir frá Þór/KA
Sandra Sif Magnúsdóttir frá Vålerenga (Noregi)
Sonný Lára Þráinsdóttir frá Fjölni
Telma Hjaltalín Þrastardóttir frá Stabæk (Noregi)

Ásgerður Arna Pálsdóttir í FH (lán) (var í láni hjá Þrótti R. 2013)
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í HK/Víking (lán)
Birna Kristjánsdóttir í Val
Esther Rós Arnarsdóttir í Fjölni (lán)
Greta Mjöll Samúelsdóttir, hætt
Lilja Dögg Valþórsdóttir í Aftureldingu (lán)
Mist Elíasdóttir í Aftureldingu
Rakel Ýr Einarsdóttir í Fylki (lán)
Steinunn Sigurjónsdóttir í Aftureldingu (lán)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í Älta (Svíþjóð)


Selfoss

Alexa Gaul frá Bandaríkjunum
Arna Ómarsdóttir frá HK/Víkingi
Blake Stockton frá Bandaríkjunum
Celeste Boureille frá Bandaríkjunum
Dagný Brynjarsdóttir frá Val
Thelma Björk Einarsdóttir frá Val

Anna Garðarsdóttir í HK/Víking
Katla Rún Arnórsdóttir í Val (úr láni)
Michele K. Dalton í sænskt félag
Svana Rún Hermannsdóttir í Val (úr láni)
Valorie O'Brien í bandarískt félag


FH

Ana Victoria Cate frá ensku félagi
Ásgerður Arna Pálsdóttir frá Breiðabliki (lán)
Jóhanna S. Gústavsdóttir frá norsku félagi
Lilja Gunnarsdóttir frá Fram
Maria Selma Haseta frá Sindra

Elísabet Guðmundsdóttir í KR (lán)
Margrét Sveinsdóttir í danskt félag
Sigrún Ella Einarsdóttir í Stjörnuna
Teresa Rynier í kanadískt félag


Afturelding

Amy Marron frá Bandaríkjunum
Berglind Rós Ágústsdóttir frá Val (lán)
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir frá Þór/KA
Helen Lynskey frá Bandaríkjunum
Katla Rún Arnórsdóttir frá Val (lán)
Lilja Dögg Valþórsdóttir frá Breiðabliki (lán)
Mist Elíasdóttir frá Breiðabliki
Steinunn Sigurjónsdóttir frá Breiðabliki (lán)

Halla Margrét Hinriksdóttir í Breiðablik
Helga Dagný Bjarnadóttir í ÍR
Ingunn Haraldsdóttir í Val (úr láni)
Lára Kristín Pedersen í Stjörnuna


Fylkir

Carys Hawkins frá Perth Glory (Ástralíu)
Eva Núra Abrahamsdóttir frá Haukum
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir frá Mossen (Svíþjóð) (fór þangað í mars)
Lucy Gildein frá Bandaríkjunum
Rakel Ýr Einarsdóttir  frá Breiðabliki (lán)
Selja Ósk Snorradóttir frá KR
Sæunn Sif Heiðasdóttir frá Haukum
Veronica Maglia frá Torres (Ítalíu)

Erla Karítas Pétursdóttir í þýskt  félag
Karin Sendel í ísraelskt félag
Margrét Björg Ástvaldsdóttir í Þrótt R. (lán)
Margrét Ingþórsdóttir í Þrótt R.


ÍA

Caitlyn Updyke frá Bandaríkjunum
Halla Margrét Hinriksdóttir frá Breiðabliki (lán)
Laken Duchar-Clark frá Bandaríkjunum



Fanndís Friðriksdóttir er komin aftur í Breiðablik eftir hálft annað …
Fanndís Friðriksdóttir er komin aftur í Breiðablik eftir hálft annað ár í Noregi. mbl.is/Ómar
Sigurvin Ólafsson, til vinstri, hér í leik með Fylki, er …
Sigurvin Ólafsson, til vinstri, hér í leik með Fylki, er kominn til liðs við 4. deildarlið KFS. mbl.is/Ómar
Mark Tubæk er kominn til BÍ/Bolungarvíkur á ný en hann …
Mark Tubæk er kominn til BÍ/Bolungarvíkur á ný en hann lék með Þór í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Skagamaðurinn Andri Geir Alexandersson eer kominn til liðs við HK.
Skagamaðurinn Andri Geir Alexandersson eer kominn til liðs við HK. mbl.is/Ómar
Björgólfur Takefusa í leik með Val. Hann er kominn til …
Björgólfur Takefusa í leik með Val. Hann er kominn til liðs við Fram. mbl.is/Kristinn
Sverrir Garðarsson er kominn í 4. deildarlið KFS en hann …
Sverrir Garðarsson er kominn í 4. deildarlið KFS en hann lék með Fylki í fyrra. mbl.is/Kristinn
Hafþór Mar Aðalgeirsson kom til Fram frá Völsungi í vetur …
Hafþór Mar Aðalgeirsson kom til Fram frá Völsungi í vetur og hefur nú verið lánaður til Selfyssinga.
Andrés Már Jóhannesson er kominn til Fylkis frá Haugesund í …
Andrés Már Jóhannesson er kominn til Fylkis frá Haugesund í Noregi. mbl.is/Árni Sæberg
Kassim Doumbia er kominn til FH frá Waasland-Beveren í Belgíu.
Kassim Doumbia er kominn til FH frá Waasland-Beveren í Belgíu. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson
Tryggvi Guðmundsson er kominn til liðs við Eyjamenn á ný …
Tryggvi Guðmundsson er kominn til liðs við Eyjamenn á ný en að þessu sinni 4. deildarliðið KFS. mbl.is/Golli
Keflvíkingar hafa lánað Magnús Þór Magnússon (til vinstri) til Njarðvíkur …
Keflvíkingar hafa lánað Magnús Þór Magnússon (til vinstri) til Njarðvíkur en Arnór Ingvi Traustason (miðja) fór til Norrköping í vetur. mbl.is/Golli
Bandaríkjamaðurinn Ryan Maduro er kominn til Fylkis.
Bandaríkjamaðurinn Ryan Maduro er kominn til Fylkis. Ljósmynd/fylkismenn.is
Thelma Björk Einarsdóttir (t.v.) er komin til liðs við Selfyssinga …
Thelma Björk Einarsdóttir (t.v.) er komin til liðs við Selfyssinga frá Val. mbl.is/Golli
Farid Zato er genginn til liðs við KR en hann …
Farid Zato er genginn til liðs við KR en hann lék með Víkingi Ó. í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári
Stefán Logi Magnússon er kominn í mark KR á ný …
Stefán Logi Magnússon er kominn í mark KR á ný eftir fjögurra ára dvöl í Noregi. Ljósmynd/lsk.no
Pablo Punyed er kominn til Stjörnunnar frá Fylki.
Pablo Punyed er kominn til Stjörnunnar frá Fylki. mbl.is/Eggert
Stefán Gíslason í leik með OH Leuven. Hann er kominn …
Stefán Gíslason í leik með OH Leuven. Hann er kominn til liðs við Breiðablik. Ljósmynd/ohl.be
James Hurst er kominn aftur til Vals frá enska liðinu …
James Hurst er kominn aftur til Vals frá enska liðinu Crawley Town. mbl.is/Ómar
Abel Dhaira er kominn aftur til ÍBV eftir eitt ár …
Abel Dhaira er kominn aftur til ÍBV eftir eitt ár í Tansaníu. mbl.is/Árni Sæberg
Þórður Birgisson er kominn til Þórsara frá KF en hann …
Þórður Birgisson er kominn til Þórsara frá KF en hann lék með ÍA fyrri hluta tímabilsins 2013. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir fyrirliði Fylkis, til vinstri, spilar í Svíþjóð …
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir fyrirliði Fylkis, til vinstri, spilar í Svíþjóð til vorsins en kemur aftur til Fylkis í byrjun júní. mbl.is/Eggert
Einar Karl Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til Fjölnis …
Einar Karl Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til Fjölnis og Jóhannes Karl Guðjónsson yfirgaf Skagamenn og leikur nú með Fram. mbl.is/Ómar
Ásgeir Marteinsson er einn fjölmargra nýrra leikmanna Fram sem fékk …
Ásgeir Marteinsson er einn fjölmargra nýrra leikmanna Fram sem fékk hann frá HK. mbl.is/Golli
Mist Edvardsdóttir er komin aftur til Vals eftir að hafa …
Mist Edvardsdóttir er komin aftur til Vals eftir að hafa leikið í Brasilíu og Noregi. Ljósmynd/Algarvephotopress
Andri Ólafsson í leik gegn Grindavík. Hann er kominn til …
Andri Ólafsson í leik gegn Grindavík. Hann er kominn til liðs við Suðurnesjaliðið. Ljósmynd/Víkurfréttir
Sam Hewson er farinn frá Fram í FH en Tonny …
Sam Hewson er farinn frá Fram í FH en Tonny Mawejje fór frá ÍBV í norska liðið Haugesund. mbl.is/Golli
Kolbeinn Kárason er búinn að skipta aftur í Val eftir …
Kolbeinn Kárason er búinn að skipta aftur í Val eftir lánsdvöl í Noregi. Renee Troost er hinsvegar farinn frá Breiðabliki í hollenskt C-deildarlið. mbl.is/Ómar
Karen Nóadóttir úr Þór/KA spilar með dönsku liði fram í …
Karen Nóadóttir úr Þór/KA spilar með dönsku liði fram í júlí. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halldór Hermann Jónsson er kominn til Vals frá Fram og …
Halldór Hermann Jónsson er kominn til Vals frá Fram og Jóhann Helgason er kominn til KA frá Grindavík. mbl.is/Jakob Fannar
Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks er farinn frá Þór og kominn …
Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks er farinn frá Þór og kominn til sænska C-deildarliðsins AFC United. mbl.is/Ómar
Ólafur Örn Bjarnason er hættur hjá Fram og farinn að …
Ólafur Örn Bjarnason er hættur hjá Fram og farinn að þjálfa í Noregi, Almarr Ormarsson er farinn frá Fram til KR og Robert Sandnes er farinn frá Stjörnunni til Start í Noregi. mbl.is/Golli
Sándor Matus, ungverski markvörðurinn, færði sig um set á Akureyri …
Sándor Matus, ungverski markvörðurinn, færði sig um set á Akureyri frá KA í Þór. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Jón Gunnar Eysteinsson er farinn frá Fram til 1. deildarliðs …
Jón Gunnar Eysteinsson er farinn frá Fram til 1. deildarliðs HK. mbl.is/Ómar
Benis Krasniqi í leik með Keflavík. Hann er kominn til …
Benis Krasniqi í leik með Keflavík. Hann er kominn til liðs við 1. deildarlið KV. mbl.is/Eggert
Dagný Brynjarsdóttir er farin frá Val í Selfoss.
Dagný Brynjarsdóttir er farin frá Val í Selfoss. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir er farin frá Stjörnunni til Jitex í …
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir er farin frá Stjörnunni til Jitex í sænsku úrvalsdeildinni. mbl.is/Golli
Gígja Valgerður Harðardóttir, til hægri, er komin til Vals frá …
Gígja Valgerður Harðardóttir, til hægri, er komin til Vals frá Þór/KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert