Íslenski boltinn í beinni

Ólafur Karl Finsen og félagar í Stjörnunni standa vel að …
Ólafur Karl Finsen og félagar í Stjörnunni standa vel að vígi eftir stórsigur í sínum fyrsta Evrópuleik. mbl.is/Eggert

Í dag og kvöld fara fram seinni leikirnir í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en íslensku liðin þrjú eru þá öll á útivöllum, í Eistlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þór tekur á móti KR í Pepsi-deild karla kl. 18 og þá eru tveir leikir í 1. deild karla sem hafa mikið vægi í toppbaráttunni. Fylgst er með öllu sem gerist í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

Framarar eiga erfiðan róður fyrir höndum í Eistlandi eftir að hafa tapað 0:1 á heimavelli fyrir Nömme Kalju í fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum. Stjarnan og FH eru hinsvegar í vænlegri stöðu eftir 4:0 og 3:0 sigra á sínum andstæðingum í heimaleikjunum.

Forkeppni Evrópudeildar UEFA:
16.00 Nömme Kalju - Fram (1:0)
17.45 Bangor City - Stjarnan (0:4)
18.45 Glenavon - FH (0:3)

Pepsi-deild karla:
18.00 Þór - KR

Staðan í Pepsi-deildinni: FH 24, Stjarnan 22, KR 19, Keflavík 16, Víkingur R. 16, Valur 15, Fjölnir 11, Breiðablik 9, Fram 9, Fylkir 8, ÍBV 7, Þór 5.

1. deild karla:
20.00 Leiknir R. - HK
20.00 Haukar - ÍA

Staðan í 1. deild: Leiknir R. 20, ÍA 18, HK 17, Víkingur Ó. 15, Þróttur  R. 14, Haukar 14, KA 13, Selfoss 11, KV 10, BÍ/Bolungarvík 10, Grindavík 8, Tindastóll 3.

Til að fylgjast með öllu sem gerist og fá fréttir af liðunum og annan fróðleik sem tengist leikjunum, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert