Fram úr leik eftir hetjulega baráttu

Tryggvi Sveinn Bjarnason skallar boltann í fyrri leik liðanna á …
Tryggvi Sveinn Bjarnason skallar boltann í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli. Eggert Jóhannesson

Evrópudraumur Fram er úti þetta árið eftir að liðið gerði jafntefli við Nömme Kalju frá Eistlandi, 2:2, í síðari leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið var ytra. Eistarnir unnu fyrri leikinn 1:0 og fara því áfram samtals 3:2.

Felipe Nunes kom eistneska liðinu yfir strax á tíundu mínútu og ljóst að áætlun Framara færi fyrir lítið. Þeir jöfnuðu hins vegar á 25. mínútu þegar miðvörðurinn Einar Bjarni Ómarsson skoraði eftir aukaspyrnu frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni, en þessi blanda átti eftir að koma meira við sögu í leiknum. Staðan 1:1 í hálfleik.

Eistarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og eftir þunga sókn skoraði Japaninn Hidetoshi Wakui annað mark þeirra, kom þeim samtals 3:1 yfir og róðurinn orðinn þungur fyrir Fram. Tryggvi Sveinn Bjarnason, hinn miðvörður liðsins, skoraði hins vegar annað mark Fram á 65. mínútu eftir aukaspyrnu frá Jóhannesi Karli, og Framarar þurftu nú að ná öðru marki til þess að komast áfram á útivallarmörkum. Það gekk hins vegar ekki, lokatölur 2:2 og samtals 3:2.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is, en nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun. Einnig má fylgjast með öllu því sem gerist hjá íslensku liðunum í Evrópukeppninni í dag og í kvöld sem og öllu hér heima í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

Nömme Kalju 2:2 Fram opna loka
90. mín. Við erum að detta í uppbótartíma og Framarar reyna hvað þeir geta. Tryggvi Sveinn er kominn í fremstu víglínu en var gripinn rangstæður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert