Ágúst: Ekki nógu gott

„Við höfum nú dregist niður í botnbaráttuna, það er nokkuð ljóst. Að fá fjögur mörk á sig hérna í Vestmannaeyjum er ekki nógu gott. Við skorum reyndar tvö ágætis mörk. En það var ekki nógu gott skipulag eða baráttu hjá okkur í seinni hálfleik, því miður,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir 4:2-tap Fjölnis gegn ÍBV í 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í dag.

„Við ætluðum að gera betur í seinni hálfleik og halda uppteknum hætti frá því sem við gerðum í fyrri hálfleik. En eyjamenn fengu nokkur ódýr mörk í seinni hálfleiknum sem fara klárlega með þennan leik,“ sagði Ágúst.

Viðtalið við Ágúst Gylfason má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert