ÍBV spyrnti sér frá botninum

Jonathan Glenn skorar fyrir ÍBV og jafnar í 1:1 gegn …
Jonathan Glenn skorar fyrir ÍBV og jafnar í 1:1 gegn Fjölni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu annan leik sinn í röð í Pepsí-deild karla í knattspyrnu þegar ÍBV bar sigurorð af Fjölni, 4:2 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Jonathan Glenn skoraði tvö mörk fyrir eyjamenn og Atli Fannar Jónsson og Víðir Þorvarðarson sitt markið hvor, en Christopher Tsonis skoraði bæði mörk Fjölnis.

Þar með hefur ÍBV spyrnt sér upp úr botnsætinu og hefur liðið nú 10 stig í 8. sæti, aðeins einu stigi á eftir Fjölni sem hefur 11 stig í 7. sæti deildarinnar. Bið nýliða Fjölnis eftir sigri lengist líka. Fjölnir vann síðast leik í 2. umferð, en leikur ÍBV og Fjölnis í dag var í 11. Umferð Pepsí-deildarinnar.

Mörkin tvö frá Jonathan Glenn í leiknum skila Bandaríkjamanninum upp að hlið Danans Jeppe Hansen yfir markahæstu menn deildarinnar. Báðir hafa þeir nú skorað 6 mörk í deildinni, Glenn í 11 leikjum en Hansen í 9 leikjum. Hansen hefur reyndar yfirgefið herbúðir Stjörnunnar og leikur nú í Danmörku.

Fylgjast má með öllu því helsta frá Pepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu í dag undir ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

ÍBV 4:2 Fjölnir opna loka
90. mín. Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) á skot sem er varið Abel ekki í vandræðum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert