Stjarnan jafnaði tvívegis gegn FH

FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson og Michael Præst fyrirliði Stjörnunnar í …
FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson og Michael Præst fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í dag. mbl.is/Ómar

Stjarnan og FH mættust í uppgjöri toppliðanna í Pepsi-deild karla á Samsungsvellinum í Garðabæ klukkan 16. Liðin skildu jöfn 2:2 en staðan var 1:1 að loknum fyrri hálfleik.

FH er því eftir sem áður í toppsæti deildarinnar með 25 stig en Stjarnan er tveimur stigum á eftir. Bæði liðin eru án taps eftir ellefu leiki í deildinni. 

Atli Viðar Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi á 22. mínútu en Arnar Már Björgvinsson jafnaði fyrir Stjörnuna með lúmsku skoti rétt utan teigs á 34. mínútu. FH komst aftur yfir á 67. mínútu þegar fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar fór af Martin Rauschenberg og í netið.

Pétur Viðarsson fékk í kjölfarið sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Stjörnunni tókst að nýta sér það og Veigar Páll Gunnarsson skoraði jöfnunarmarkið af stuttu færi á 82. mínútu. 

Fylgjast má með öllu því helsta úr leikjum dagsins bæði í Pepsí-deild karla og kvenna hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Stjarnan 2:2 FH opna loka
90. mín. Ólafur Páll Snorrason (FH) á skot framhjá Langt framhjá markinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert