Síðbúið mark Taskovic tryggði Víkingum sigur

Aron Sigurðarson sóknarmaður Fjölnis með boltann í leiknum á Víkingsvelli …
Aron Sigurðarson sóknarmaður Fjölnis með boltann í leiknum á Víkingsvelli í kvöld. mbl.is/Kristinn

Víkingur R. og Fjölnir áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í afar bragðdaufum leik. Víkingar náðu hins vegar að kreista fram sigurmark á 89. mínútu leiksins en markið var í raun eina alvöru færi Víkinga í leiknum. Lokatölur urðu 1:0.

Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og afar fátt markvert gerðist. Fjölnismenn fengu líklega hættulegasta færið eftir hornspyrnu þegar að Atli Már Þorbergsson varnarmaður þeirra var hársbreidd frá því að reka höfuðið í boltann við marklínuna á 28. mínútu.

Flautukonsert Guðmundar Ársæls Guðmundssonar, dómara gerði í raun slæman leik enn verri en hann flautaði nánast á hvert einasta atriði sem átti sér stað í leiknum sem komst aldrei í gang.

Leikurinn, áhorfendur til mikillar mæðu, var eins í síðari hálfleik. Fátt markvert gerðist, líklega var hættulegasta færi leiksins fram að markinu færi Fjölnismanna þegar varamaðurinn Matthew Ratajczak átti skalla að marki, en sá var laflaus.

Víkingar voru þó sterkari í leiknum, héldu boltanum meira en náðu ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri fyrr en á á 89. mínútu þegar fyrirliði þeirra Igor Taskovic skoraði mark þeirra með góðu skoti eftir nokkuð þunga sókn Víkinga.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Til að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Víkingur R. 1:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Ragnar Leósson (Fjölnir) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert