Celtic of stór biti fyrir KR ytra

Gary Martin í baráttu við Efe Eric Ambrose í fyrri …
Gary Martin í baráttu við Efe Eric Ambrose í fyrri leiknum í Frostaskjóli.

KR fór illa út úr síðari leik sínum við skoska meistaraliðið Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en leikið var í Edinborg. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1:0 á heimavelli bættu þeir skosku um betur í kvöld, unnu 4:0 og einvígið 5:0.

Virgil van Dijk skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu þar sem varnarleikur KR-inga klikkaði. Teemu Pukki bætti við þriðja markinu strax á 27. mínútu og róðurinn orðinn mjög þungur fyrir Vesturbæinga.

Pukki bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Celtic á 71. mínútu með fallegu skoti úr þröngu færi. Celtic hélt áfram að þjarma að KR-ingum og átti meðal annars skot í stöngina áður en leikurinn var úti. Lokatölur 4:0.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is, en nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

Ennfremur má fylgjast með öllu sem gerist í íslenska boltanum í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

Celtic 4:0 KR opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert