Baldvin lánaður til Breiðabliks

Baldvin Sturluson í leik með Stjörnunni.
Baldvin Sturluson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Ómar

Breiðablik hefur fengið Baldvin Sturluson lánaðan frá Stjörnunni út þetta keppnistímabil en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Breiðabliks. Þar er einnig staðfest að Oliver Sigurjónsson sé kominn til liðs við félagið eins og áður hafði komið fram hér á mbl.is.

Baldvin er 25 ára gamall og hefur leikið með Stjörnunni alla tíð, sem bakvörður eða varnartengiliður. Hann á að baki 69 leiki með Garðabæjarliðinu í efstu deild og hefur skorað 6 mörk en í ár hefur Baldvin mátt sætta sig við  bekkjarsetu og aðeins komið við sögu í einum leik á Íslandsmótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert